Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 26

Íbúaráð Laugardals

Ár 2022, mánudaginn, 9. maí, var haldinn 26. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir íbúaráðsfulltrúar voru viðstaddir: Kristín Elfa Guðnadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. apríl 2022 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum. 

    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að vinna áfram að ábendingum ráðsins og skila fyrir tilskilinn frest þann 29. maí nk. 

    -    17:01 tekur Sabine Leskopf sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um skólamál í hverfinu. 

  3. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  4. Fram fer umræða um gönguleiðir yfir Sæbraut.

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Laugardals hvetur til samtals við íbúa Vogabyggðar um leiðir til lausnar vegna umferðarþunga í og við hverfið. Heppilegt væri að skóla- og frístundasvið og umhverfis- og skipulagssvið í samráði við íbúa skoðaði möguleika á að bæta öryggi gangandi til og frá skóla- og frístundastarfi og möguleika á skólaakstri.

  5. Fram fer umræða vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún.

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Óskað er eftir því að skipulagsfulltrúi boði til kynningarfundar um umrædda breytingu og umsagnarfrestur verði framlengdur. 

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Ratleikur - Íslenska myndasögufélagið/Ratleikur ÍMS fyrir Barnamenningarhátíð.

  7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Laugarneskirkju styrk að upphæð kr. 160.000,- vegna verkefnisins Laugarnes á ljúfum nótum með þeim fyrirvara að kostnaðaráætlun verði skilað auk greinargerðar vegna fyrra verkefnis.

    Samþykkt að veita Götubita ehf. styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Götubitinn ferðast um hverfin – „Hverfahátíð á hjólum“. 

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 - hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Hlíf Bente Sigurjónsdóttur styrk að upphæð kr. 335.000,- vegna verkefnisins Sumarhátíð á Laugarnestanga. 

    Samþykkt að veita Höllu Kolbeinsdóttur styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Ratleikir um Reykjavík. 

    Samþykkt að veita Margréti Hauksdóttur styrk að upphæð kr. 220.000,- vegna verkefnisins Frískápur í Laugardalinn. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Laugarnesskóla styrk að upphæð kr. 350.000,- vegna verkefnisins Vorhátíðar Laugarnesskóla. 

    Samþykkt að veita Borgarbókasafninu Sólheimum styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Grenndargróðurhús. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Skólahljómsveitar Austurbæjar styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Útijakkar Skólahljómsveitar Austurbæjar.

    Samþykkt að veita Margréti Aðalheiði Markúsdóttur styrk að upphæð kr. 120.000,- vegna verkefnisins Pop-Up Yoga Reykjavík í Laugardal. 

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:51

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
26._fundargerd_ibuarads_laugardals_fra_9._mai_2022.pdf