Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 25

Íbúaráð Laugardals

Ár 2022, mánudaginn, 11. apríl, var haldinn 25. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 17:05. Eftirtaldir íbúaráðsfulltrúar voru viðstaddir: Kristín Elfa Guðnadóttir og Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Katrín Atladóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 27. mars 2022 um skipulagsmál og umgengni í Vogabyggð 3. 

  Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Laugardals þakkar Guðrúnu Gunnlaugsdóttur fyrir vandaða kynningu á umgengnisvanda í Kænuvogi og Súðarvogi og beinir því til skipulagsfulltrúa og heilbrigðiseftirlits að svara erindi íbúa.

  Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning frá Íbúasamtökum Laugardals vegna hverfisskipulagsvinnu. 

 3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. 

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

 5. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  Samþykkt að veita Andra Ólafssyni styrk að upphæð kr. 284.205,- vegna verkefnisins Teigar-Lækir-Brasilía – heimstónlist á Kaffi Laugalæk. 

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:26

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
25._fundargerd_ibuarads_laugardals_fra_11._april_2022.pdf