Íbúaráð Laugardals
Ár 2022, mánudaginn, 14. mars, var haldinn 24. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 17:05. Eftirtaldir íbúaráðsfulltrúar voru viðstaddir: Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á ungmennaráði í Laugardal.
Saga Ólafsdóttir, Ragnar Smári Jónasson, Heiða Björk Halldórsdóttir, Hildur Lilja Traustadóttir og Númi Hrafn Baldursson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022 vegna endurskoðunar á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um íbúafund borgarstjóra í Laugardal.
- 17:28 tekur Einar Sörli Einarsson sæti á fundinum.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður.
a) Halldóra Þöll Þorsteins/Dóra er Judy
b) Þórlaug Ágústsdóttir/Gróandi glaðningur. -
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að verða við beiðni Sesselju Traustadóttur um frestun á verkefninu Lækjarsöngur og gleði.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:57
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
24._fundargerd_ibuarads_laugardals_fra_14._mars_2022.pdf