Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 23

Íbúaráð Laugardals

Ár 2022, mánudaginn, 14. febrúar, var haldinn 23. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst kl. 17:02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Kristín Elfa Guðnadóttir, Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Kristinn Jakob Reimarsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkhönnun verkefna í Hverfið mitt – Laugardal. MSS22020075

    Marta María Jónsdóttir og Eiríkur Búi Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu vinnu vegna hverfisskipulags Laugardals. 

    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 28. janúar 2022 vegna framlengds umsagnarfrests um skýrslu um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. SFS22020010
    Samþykkt að óska eftir framlengdum frest fram yfir íbúafund borgarstjóra í Laugardal, jafnframt er samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn um málið í kjölfarið. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 31. janúar 2022 með ósk um umsögn um tillögur starfshóps um skipulags- og mannvirkjamál í Laugardal, ásamt fylgiskjölum. MSS22010250
    Samþykkt að óska eftir framlengdum frest fram yfir íbúafund borgarstjóra í Laugardal, jafnframt er samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn um málið í kjölfarið. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi forstöðumanns Laugardalslaugar dags. 27. janúar 2022 vegna hugmyndasamkeppni um endurgerð Laugardalslaugar. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í borgarhlutanum. MSS22020033

    Fylgigögn

  7. Lagt fram fundadagadal íbúaráðs Laugardals. MSS22020076
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22020077

    Samþykkt að veita Nemendafélagi Laugalækjarskóla styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Árshátíð Laugalækjarskóla fyrir leigu á sal.

    Fylgigögn

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
23._fundargerd_ibuarads_laugardals_fra_14._februar_2022.pdf