Íbúaráð Laugardals
Ár 2022, mánudaginn, 10. janúar, var haldinn 22. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Kristín Elfa Guðnadóttir, Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Kristinn Jakob Reimarsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á stjórnkerfis- og skipulagsbreytingum á velferðarsviði og verkefninu Betri borg fyrir börn.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skóla- og frístundasviðs dags. 8. desember 2021 með umsagnarbeiðni um skýrslu um framtíðarskipan skóla- og frístundamála í Laugarnes- og Langholtshverfi, sbr. 3. liður fundargerðar ráðsins frá 13. desember 2021.
Fulltrúi Pírata, fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:
Óskað er eftir meiri samræðu við íbúa, ekki síst foreldra. og einnig er óskað eftir að sjá tímalínu fyrir hverja sviðsmynd fyrir sig.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Í þessum þremur skólum sem um ræðir eru um 1600 nemendur en pláss fyrir um 1300. Íbúar í Laugardal eru orðnir ansi langeygir eftir úrbótum á innviðum. Það vantar ekki fleiri starfshópa eða góðar hugmyndir, heldur þarf aðgerðir. Fulltrúarnir kalla eftir niðurstöðu og tímalínu framkvæmda.
- 17:39 víkur Kristinn Jakob Reimarsson af fundi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. desember 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1. við Köllunarklettsveg.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr hverfissjóði. Þessi liður fundarins er lokaður.
a) Árshátíð nemenda/Nemendaráð Laugalækjarskóla
Fundi slitið klukkan 18:00
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
22._fundargerd_ibuarads_laugardals_fra_10._januar_2022.pdf