Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 20

Íbúaráð Laugardals

Ár 2021, mánudaginn, 8. nóvember, var haldinn 20. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundabúnaði og hófst kl. 17:02. Fundinn sátu: Kristín Elfa Guðnadóttir og Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Katrín Atladóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Unnur Halldórsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um umferðarhraða í Laugardal.  

    Pawel Bartoszek tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á þjónustu við eldri borgara í Laugardal og félagsstarfi þeirra.  

    Líney Úlfarsdóttir og Helga Margrét Úlfarsdóttir frá þjónustumiðstöð Háaleitis og Laugardals taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  4. Lagðar fram umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Götubita ehf. styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Götubili á jólum!

    Samþykkt að veita Laugalæk ehf. styrk að upphæð kr. 245.000 ,- vegna verkefnisins Litlu jólin í Kaffi Laugalæk - fjölskyldu skemmtun. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Laugarnesskóla heimild til að fresta verkefninu Tíu ára tjaldi. 

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram umsóknir í Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður er lokaður. 

    Samþykkt að veita Taktur & sköpun Ehf. styrk að upphæð kr. 172.500,- vegna verkefnisins Jóla Diskó.  

    Samþykkt að veita Lárusi Blöndal/Lalla töframanni styrk að upphæð kr. 160.000,- vegna verkefnisins Hverfis bingó.

    Öðrum umsóknum hafnað eða afgreiðslu frestað. 

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Forvarnarsjóð 2021 – Laugardal. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að mæla með að veita Foreldrafélagi Laugarnesskóla styrk að upphæð kr. 260.000,- vegna verkefnisins Hugmyndakassi á Hjólum. 

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:09

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_0811.pdf