Íbúaráð Laugardals
Ár 2019, mánudagur 9. desember, var haldinn 2. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var opinn, haldinn í Pálsstofu, Laugardalslaug og hófst kl. 17.00. Fundinn sátu Kristín Elfa Guðnadóttir, Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir, María Gestsdóttir, Ásbjörn Ólafsson og Isak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigtryggur Jónsson. Aðrir gestir voru fimm.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um dagskrá fundarins.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í íbúaráði Laugardals gerir athugasemdir við að ekki hafi verið haft samráð við gerð dagskrár líkt og bókað var á síðasta fundi ráðsinsin en þar segir: „Ákveðið að fulltrúar ráðsins afmarki umræðuefnið og sendi starfsmanni íbúaráða til undirbúnings dagskrár á næsta fund ráðsins í desember.“ Þá var sérstaklega óskað eftir að fram myndi fara heildstæð umræðu um aðstöðumál barna í hverfinu en á dagskrá er eingöngu rætt um íþróttahús við skólana. Farið er fram á að þetta verði formlega á dagskrá næsta fundar enda engin vanþörf á að nýskipað íbúaráð sendi frá sér umsögn hvað varðar þetta mál.
-
Lagt fram bréf um val á slembivöldum fulltrúum í íbúaráð Laugardals. Aðalfulltrúi slembivalinna er Ísak Andri Ólafsson og varamaður slembivalinna er Már T. Þórnýsson.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu mála er varðar skólahúsnæði og áskorunum er viðkoma uppbyggingu innviða fyrir börn og unglinga í hverfinu.
Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Laugardals.
Listi lagður fram og samþykktur. -
Fram fer umræða um hverfasjá.
-
Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs um auglýsingu vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðarinnar nr.2 við Skarfagarða.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um innsend erindi íbúa.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð.
Samþykkt að veita Kaffi Laugalæk styrk að upphæð kr. 130.000,- vegna jólahátíðar Kaffi Laugalækjar.Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í forvarnarsjóð.
Varðandi umsókn um styrk að upphæð kr.300.000-, vegna verkefnisins Fræðslustarf fyrir foreldra á vegum Foreldraþorpsins.
Ráðið samþykkir að fela formanni að afla frekari upplýsinga um umsóknina og í kjölfarið taka afstöðu til hennar.Ásbjörn Ólafsson vék af fundinum undir þessum lið.
- 19.31 víkur Katrín Atladóttir af fundi.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn íbúaráð Laugardals:
Ráðið óskar eftir upplýsingum um hvort mengunarmælingar hafi verið gerðar í höfninni, sérstaklega þegar stór skip liggja við höfn?
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fundi slitið klukkan 19:37
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_09.12.19.pdf