Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 19

Íbúaráð Laugardals

Ár 2021, mánudaginn, 11. október, var haldinn 19. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundabúnaði og hófst kl. 17:00. Fundinn sátu: Kristín Elfa Guðnadóttir og Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Katrín Atladóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Unnur Halldórsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilnefning foreldrafélags Laugalækjarskóla þar sem tilkynnt er að Þorsteinn Guðmundsson taki sæti í íbúaráði Laugardals sem fulltrúi foreldrafélaga í stað Þórunnar Steindórsdóttur.  

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi Ármanns. 

    Eiður Ottó Bjarnason, Guðrún Harðardóttir og Jón Þór Ólason frá Ármanni taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Pírata, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Laugardals þakkar Ármanni fyrir góða kynningu á starfinu. Starfið er fjölbreytt, öflugt og kröftugt en aðstöðuvandi stendur í vegi fyrir frekari vexti. Sem dæmi má taka að körfuknattleiksdeild Ármanns er sú fjölmennasta í Reykjavík en mikið brottfall verður þegar iðkendur eldast og þurfa að ferðast utan hverfis á æfingu. Íbúaráðið vill árétta að íþróttahús í Laugardal skoraði einna hæst í forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík, það væri gaman að sjá eitthvað gerast í þeim málum.

    -    Kl. 17.15 tekur Ísak Andri Ólafsson sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar. 

    Haraldur Sigurðsson frá Kringlumýri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um kosningar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt sem lýkur 14. október nk. 

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

Fundi slitið klukkan 18:45

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_1110.pdf