Íbúaráð Laugardals
Ár 2021, mánudaginn, 13. september, var haldinn 18. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 17:02. Fundinn sat: Kristín Elfa Guðnadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þórunn Steindórsdóttir og Ísak Andri Ólafsson. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Unnur Halldórsdóttir sem tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík þar sem tilkynnt er að borgarráð hafi á fundi sínum 22. júlí 2021 samþykkt að Sabine Leskopf taki sæti í íbúaráði Laugardals í stað Kristínar Soffíu Jónsdóttur.
Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Laugardals þakkar Kristínu Soffíu Jónsdóttur kærlega fyrir gott samstarf.
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning Íbúasamtaka Laugardals ódags. um að Lilja Sigrún Jónsdóttir taki sæti í íbúaráði Laugardals fyrir hönd íbúasamtaka í hverfinu í stað Maríu Gestsdóttur.
Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Laugardals þakkar Maríu Gestsdóttur kærlega fyrir gott samstarf.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi Knattspyrnufélagsins Þróttar.
María Edwardsdóttir, Bjarnólfur Lárusson og Þórir Hákonarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Laugardals.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. september 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals um lausar kennslustofur við Laugalækjarskóla, sbr. 10. liður fundargerðar ráðsins frá 14. júní 2021.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 2. september 2021 vegna kosninga í Hverfið mitt sem fram fara 30. september til 14. október næstkomandi.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar en frestur til að skila umsóknum rennur út 30. september næstkomandi.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna hverfissjóðs. Þessi liður fundarins er lokaður.
a) Sirkuskennsla á Rúnu-róló/Guðrún Áslaug Einarsdóttir.
-
Lögð fram til afgreiðslu umsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Umsókn hafnað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:43
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_1309.pdf