Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 18

Íbúaráð Laugardals

Ár 2021, mánudaginn, 13. september, var haldinn 18. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 17:02. Fundinn sat: Kristín Elfa Guðnadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þórunn Steindórsdóttir og Ísak Andri Ólafsson. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Unnur Halldórsdóttir sem tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík þar sem tilkynnt er að borgarráð hafi á fundi sínum 22. júlí 2021 samþykkt að Sabine Leskopf taki sæti í íbúaráði Laugardals í stað Kristínar Soffíu Jónsdóttur. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Laugardals þakkar Kristínu Soffíu Jónsdóttur kærlega fyrir gott samstarf.   

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tilnefning Íbúasamtaka Laugardals ódags. um að Lilja Sigrún Jónsdóttir taki sæti í íbúaráði Laugardals fyrir hönd íbúasamtaka í hverfinu í stað Maríu Gestsdóttur. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Laugardals þakkar Maríu Gestsdóttur kærlega fyrir gott samstarf. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á starfsemi Knattspyrnufélagsins Þróttar. 

    María Edwardsdóttir, Bjarnólfur Lárusson og Þórir Hákonarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Laugardals. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. september 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals um lausar kennslustofur við Laugalækjarskóla, sbr. 10. liður fundargerðar ráðsins frá 14. júní 2021. 

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 2. september 2021 vegna kosninga í Hverfið mitt sem fram fara 30. september til 14. október næstkomandi. 

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar en frestur til að skila umsóknum rennur út 30. september næstkomandi. 

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  10. Lagðar fram greinargerðir vegna hverfissjóðs. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Sirkuskennsla á Rúnu-róló/Guðrún Áslaug Einarsdóttir.

  11. Lögð fram til afgreiðslu umsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Umsókn hafnað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:43

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_1309.pdf