Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 17

Íbúaráð Laugardals

Ár 2021, mánudaginn, 14. júní, var haldinn 17. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 17:00. Fundinn sat: Kristín Elfa Guðnadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Katrín Atladóttir, María Gestsdóttir, Þórunn Steindórsdóttir og Ísak Andri Ólafsson. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fyrirkomulagi kosninga í borgarhlutanum. 

    Bjarni Þóroddsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

  2. Fram fer kynning verkefnum á vettvangi þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, m.a. á þróunarverkefninu Tengivirkinu. 

    Helga Margrét Guðmundsdóttir og Kristín Olga Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    17:08 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram fram tillögur íbúaráðs Laugardals ódags. vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar. 
    Samþykkt með atkvæði Kristínar Elfu Guðnadóttur fulltrúa Pírata. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi íbúasamtaka, Rannveig Ernudóttir fulltrúi Pírata, fulltrúi slembivaldra og fulltrúi foreldrafélaga sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. júní 2021 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laugardalur – austurhluti.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um skipulagsmál í hverfinu. 

    Pawel Bartoszek tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. júní 2021 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Laugardalur. 

    Fylgigögn

  7. Lögð fram ódags. umsögn íbúaráðs Laugardals  um drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillagna að staðsetningu kjarnastöðva.
    Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Pírata Kristínar Elfu Guðnadóttur, fulltrúa foreldrafélaga og fulltrúa slembivalinna. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi íbúasamtaka og Rannveig Ernudóttir fulltrúi Pírata sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  9. Lagðar fram greinargerðir vegna hverfissjóðs. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals 2019/Íbúasamtök Laugardals
    b) Árshátíð nemenda/Nemendaráð Laugalækjarskóla 

    -    18:56 María Gestsdóttir víkur af fundi.

  10. Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Íbúaráð Laugardals óskar eftir skýringu á því hvers vegna borgin hefur afturkallað loforð sitt um að setja niður eina lausa kennslustofu við Laugalækjarskóla næsta haust. Þessari kennslustofu var ætlað að mæta því að skólinn er kominn yfir þolmörk vegna fjölda nemenda. Skólastjórnendur munu því að öllum líkindum þurfa að sameina bekki til að hafa húsnæði næsta vetur.

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs

Fundi slitið klukkan 19:03

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_1406.pdf