Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 16

Íbúaráð Laugardals

Ár 2021, mánudaginn, 10. maí, var haldinn 16. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 17:00. Fundinn sat: Kristín Elfa Guðnadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Kristín Soffía Jónsdóttir, Katrín Atladóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Þórunn Steindórsdóttir og Ísak Andri Ólafsson. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og þá sat Aðalbjörg Traustadóttir fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. maí 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf eignaskrifstofu dags. 23. apríl 2021 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að fullvinna tillögur íbúaráðs Laugardals og skila fyrir tilskilinn frest sem er 19. maí. 

  3. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021- drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillögur að staðsetningu kjarnastöðva.

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að kanna málið nánar og skila umsögn fyrir tilskilinn frest sem er 30. maí. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. mars 2021 með útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs frá 24. febrúar 2021 vegna Laugardalur  - austurhluti. 

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Guðríði Sigurbjörnsdóttur styrk að upphæð kr. 1.000.000 vegna verkefnisins Grenndargróðurhús í Sólheimum. 

    Samþykkt að veita Skátafélaginu Skjöldungum styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins Hausthátíð í Laugardalnum. 

    Samþykkt að veita Skátunum í Reykjavík styrk að upphæð kr. 250.000 vegna verkefnisins Hoppandi fjör við sundlaugar í Reykjavík. 

    Samþykkt að veita Steinari Fjeldsted styrk að upphæð kr. 254.900 vegna verkefnisins Bretti, tónlist og grill. 

    Samþykkt að veita Memmm Play styrk að upphæð kr. 350.000 vegna verkefnisins Fjölskyldumorgnar í Dal fjölskyldukaffihúsi fyrir kostnaði við fyrirlestra og efnivið. 

    Samþykkt að veita Taktur & sköpun Ehf / PÚLZ styrk að upphæð kr. 191.900 vegna verkefnisins Tónlistarspuni með allri fjölskyldunni. 

    Samþykkt að veita Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur styrk að upphæð kr. 100.000 vegna verkefnisins Sirkuskennsla á Rúnu-róló. 

    Samþykkt að veita Markúsi Bjarnasyni styrk að upphæð kr. 240.000 vegna verkefnisins Trommuhringur í Laugarneskirkju. 

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Íbúasamtökum Laugardals styrk að upphæð kr. 800.000 vegna verkefnisins Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals 2021. 

    -    18:53 Lilja Sigrún Jónsdóttir víkur af fundi. 

Fundi slitið klukkan 18:57

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_1005.pdf