Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 14

Íbúaráð Laugardals

Ár 2021, mánudaginn, 12. apríl, var haldinn 14. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 17:03. Fundinn sat: Kristín Elfa Guðnadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Kristín Soffía Jónsdóttir, Einar Sörli Einarsson, María Gestsdóttir, Þórunn Steindórsdóttir og Ísak Andri Ólafsson. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og þá sat Aðalbjörg Traustadóttir fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um málefni Laugarnestanga. 

    Frestað. 

  2. Fram fer umræða um styrkjapottinn Borgin okkar 2021 – hverfin. 

    -    17.05 Einar Sörli Einarsson tekur sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. mars 2021 um umferðaröryggisaðgerðir 2021.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 30. mars 2021 um bótaskyldu tengda smáhýsabyggð í Laugardal. 

    Samþykkt að fela formanni ráðsins að hafa samband við bréfritara og veita frekari leiðbeiningar. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer samtal við fulltrúa foreldrafélaga í grunnskólum hverfisins. 

    Elmar Freyr Torfason og Jóna Björk Sigurjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  6. Fram fer umræða um bílastæði austan göngustígs við World Class Laugum. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Laugardals samþykkir að beina því til Skipulags- og samgönguráðs að loka bílastæðum austan göngustígs við World Class Laugar. Göngustígurinn er mikið notaður af íbúum hverfisins ásamt því að vera helsta gönguleið fjölda barna í hverfinu í íþróttir. Nokkur óhöpp hafa verið skráð þar sem ekið er á börn og í ljósi þess hve mörg bílastæði eru á svæðinu telur ráðið það óþarfa áhættu að leyfa akstur almennrar umferðar yfir stíginn. Jafnframt bendir ráðið á þann möguleika að gera þarna Torg í biðstöðu í sumar sem tengt væri útivist og hreyfingu.

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 18:02

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_1204.pdf