No translated content text
Íbúaráð Laugardals
Ár 2021, mánudaginn, 8. mars, var haldinn 13. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 17:00. Fundinn sat: Kristín Elfa Guðnadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sandra Berg Cepero, Katrín Atladóttir, María Gestsdóttir, Þórunn Steindórsdóttir og Ísak Andri Ólafsson. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og þá sat Aðalbjörg Traustadóttir fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um grasslátt, snjómokstur og hreinsun gatna í borgarhlutanum auk yfirferðar með borgarvefsjá.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um landfyllingu á Laugarnestanga.
-
Fram fer umræða um málefni Vöku.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021 vegna draga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínu og tillögu að staðsetningu kjarnastöðva.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. febrúar 20201 vegna auglýsing á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgartúnsreit vestur 1.216.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. febrúar 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sundaborg 1-15 og 8.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi stýrihóps um aðgengisstefnu dags. 3. mars 2021 vegna vinnu við aðgengisstefnu og opnun samráðsvettvangs á betrireykjavik.is.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 16. febrúar 2021 í borgarráði um Borgina okkar 2021, þar sem gert er ráð fyrir 30 milljón kr. umsóknarpotti vegna viðburða í hverfunum sem íbúaráð úthluta.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Faxaflóahafna dags. 5. mars 2021 við erindi formanns íbúaráðs Laugardals um aukin hávaða frá Sundahöfn.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Fram fer kynning á skóla- og frístundamálum í hverfinu.
Skúli Helgason og Elías Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóðs. Þessi liður fundarins var lokaður.
Samþykkt að veita Nemendafélagi Laugalækjarskóla styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Árshátíð Laugalækjarskóla.- 18.18. Þórunn Steindórsdóttir víkur af fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsókn vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður.
Samþykkt að verða við beiðni Íbúasamtaka Laugardals um frestun verkefnisins Laugargarður – samfélagsgarður til sumarsins 2021.- 18.24 tekur Þórunn Steindórsdóttir sæti á fundinum að nýju með fjarfundarbúnaði.
- 18.24 víkur María Gestsdóttir af fundinum.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:32
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_0803.pdf