Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 12

Íbúaráð Laugardals

Ár 2021, mánudaginn, 8. febrúar, var haldinn 12. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 17:00. Fundinn sat: Kristín Elfa Guðnadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1760/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Kristín Soffía Jónsdóttir, Katrín Atladóttir, María Gestsdóttir, Þórunn Steindórsdóttir og Ísak Andri Ólafsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Margrét Guðmundsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. febrúar 2021 um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi.

  2. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í hverfinu um í íbúaráði Laugardals. María Gestsdóttir situr áfram sem aðalfulltrúi íbúasamtaka í íbúaráði Laugardals og Lilja Sigrún Jónsdóttir situr áfram sem varafulltrúi íbúasamtaka.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning frá lögreglunni vegna málefna Laugardals, auðgunarbrota og forvarna. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Laugardals þakkar fyrir góða og upplýsandi kynningu. 

    Guðrún Jack tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  4. Fram fer umræða um landfyllingu á Laugarnesi.

  5. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 19. janúar 2021, ósk um umsögn um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. 

    Formanni er falið að klára umsögn um stefnuna í samráði við aðra fulltrúa í íbúaráðinu.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. janúar 2021, ósk um umsögn um tillögu skóla- og frístundaráðs um stjórnun og rekstur nýs leikskóla húsnæðis að Kleppsvegi 150-152.

    Formanni er falið að klára umsögn um stefnuna í samráði við aðra fulltrúa í íbúaráðinu.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. janúar 2021 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar norðan Vatnagarða vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Sægarða.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar Vöku við erindi íbúa í hverfinu dags 14. desember 2020 um starfsemi fyrirtækisins. annars vegar dags 5. janúar og hins vegar dags. 15. janúar 2021.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

    Formanni íbúaráðs Laugardals er falið að senda fyrirspurn til Faxaflóahafna um hvað hefur valdið auknum hávaða frá Sundahöfn undanfarna mánuði.

    Samþykkt.

    Formanni íbúaráðs Laugardals er falið að senda fyrirspurn til Sorpu varðandi losun grenndargáma við Hrísateig.

    Samþykkt.

    -    Kl. 18.27 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi.

  10. Lögð fram greinargerð vegna styrks úr hverfissjóði. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Kaffi Laugalækur/Jólaskemmtun

Fundi slitið klukkan 18:41

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_0802.pdf