Íbúaráð Laugardals
Ár 2021, mánudaginn, 11. janúar, var haldinn 11. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1760/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Katrín Atladóttir, María Gestsdóttir, Þórunn Steindórsdóttir og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í hverfinu um aðalmann í íbúaráði Laugardals. Þórunn Steindórsdóttir tekur sæti aðalmanns í íbúaráði Laugardals í stað Ásbjörns Ólafssonar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skipulagsvinnu á Orkureitnum.
Sverrir Bollason, Samúel Torfi Pétursson, Íris Þórarinsdóttir og Kristján Ásgeirsson tóku sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagt fram að nýju trúnaðarmerkt erindi Hjálpræðishersins dags. 4. desember 2020 til mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. Þessi liður fundarins var lokaður.
Vísað til stýrihóps um innleiðingu íbúaráða.
Fundi slitið klukkan 18:35
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_1101.pdf