Íbúaráð Laugardals
Ár 2020, mánudaginn, 14. desember 2020, var haldinn 10. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1760/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Katrín Atladóttir, María Gestsdóttir, Ásbjörn Ólafsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði þau Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Aðalbjörg Traustadóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. nóvember 2020, um framlengingu á heimild til nýtingar fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning málefnum Vökusvæðisins við Héðinsgötu.
Líf Magneudóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 14. desember 2020, um málefni Vökusvæðisins.
Starfsmanni íbúaráða falið að leita svara við erindinu og leggja fram á næsta fundi.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. október 2020 – drög að tillögum að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, Endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Laugardals að drögum að drög að tillögum að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, Endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Laugardals dags. 14 október 2020, um drög að tillögu að hámarkshraðaáætlun fyrir borgarhlutann.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. nóvember 2020, um samþykkt borgarráðs á tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða á framlengingu tilraunaverkefnis um ný íbúaráð til 1. júlí 2021.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. október 2020, við fyrirspurn fulltrúa Pírata um grenndarstöðvar í hverfinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs dags. 12. nóvember 2020, við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals um stöðu og framtíð Sólheimasafns.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagt fram erindi Hjálpræðishersins dags. 4. desember 2020. Þessi liður fundarins var lokaður.
Frestað. -
Lagðar fram greinargerðir styrkþega vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður.
a) Skátasamband Íslands – Hoppandi fjör við sundlaugar.
b) Auður Bergdís Snorradóttir – Laugardags Laugardals Yoga
c) Hringleikur - Sirkussmiðjur
Fundi slitið klukkan 19:00
PDF útgáfa fundargerðar
iburad_laugardals_1412.pdf