Íbúaráð Laugardals
Ár 2019, mánudaginn 11. nóvember, var haldinn 1. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var opinn og var haldinn í húsnæði Laugardalslaugar og hófst kl. 17.00. Fundinn sátu Kristín Elfa Guðnadóttir, Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir, María Gestsdóttir og Ásbjörn Ólafsson. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir, Elísabet Pétursdóttir og Heimir Snær Guðmundsson, sem ritaði fundargerð. Aðrir gestir voru fimm.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. september 2019, þar sem fram kemur að samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 3. september, sbr. 15. lið fundargerðar borgarstjórnar, að Kristín Elfa Guðnadóttir, Sabine Leskopf og Katrín Atladóttir taki sæti í íbúaráði Laugardals og að Rannveig Ernudóttir, Sandra Cepero og Einar Sörli Einarsson taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt var samþykkt að Kristín Elfa Guðnadóttir verði formaður ráðsins.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tilnefningar íbúasamtaka dags. 23. september og foreldrafélaga dags. 26. september. Fyrir hönd íbúasamtaka er María Gestsdóttir aðalmaður og varamaður er Lilja Sigrún Jónsdóttir. Fyrir hönd foreldrafélaga er aðalfulltrúi Ásbjörn Ólafsson frá foreldrafélagi Langholtsskóla og varamaður er Laufey Björk Ólafsdóttir frá foreldrafélagi Laugarnesskóla.
Fylgigögn
-
Fram fer kosning varaformanns og samþykkt að María Gestsdóttir verði varaformaður ráðsins.
-
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júní 2019, að á fundi borgarstjórnar þann 18. júní, var 8. liður fundargerðar forsætisnefndar frá fundi forsætisnefndar þann 14. júní 2019, samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur, samþykktur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð með tillögum hópsins, dags. 24. apríl 2019, sem samþykktar voru á fundi borgarstjórnar þann 7. maí s.l.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilnefningar hagsmunaaðila hverfisins í bakhóp íbúaráðsins.
Ákveðið var að fulltrúar ráðsins skili inn nöfnum hagsmunaaðila til starfsmanns íbúaráða fyrir næsta fund.
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. ágúst, um að á fundi mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð þann 12. september, sbr. 5. lið fundargerðar ráðsins, var breytingum á úthlutunarreglum hverfissjóðs, vísað til umsagnar íbúaráða.
Samþykkt að íbúaráð Laugardals gerir ekki athugasemdir við breytingar á reglum um hverfissjóð.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á vetrarþjónustu í Laugardal.
Hjalti Jóhannes Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða íbúaráðsins um innviði fyrir börn og unglinga í hverfinu.
Ákveðið að fulltrúar ráðsins afmarki umræðuefnið og sendi starfsmanni íbúaráða til undirbúnings dagskrár á næsta fund ráðsins í desember.
-
Fram fer umræða um erindi sem borist hafa íbúaráði Laugardals.
Fundi slitið klukkan 19:01
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_laugardals_11.11.19.pdf