Íbúaráð Kjalarness - Íbúaráð Kjalarness fimmtudaginn 09. janúar 2025 nr. 53

Íbúaráð Kjalarness - Íbúaráð Kjalarness fimmtudaginn 09. janúar 2025 nr. 53

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2025, fimmtudagurinn, 9. janúar, var haldinn 53. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Ellen Calmon, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Ungmennafélags Kjalnesinga. MSS24120109

    Benóný Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  2. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Kjalarness, dags. 9. janúar 2025, um tillögu að starfsleyfi fyrir SKOTREYN, skotvöllur í Álfsnesi. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 16. desember 2024, þar sem vakinn er athygli á auglýsingu á tillögu að nýju starfsleyfi fyrir SKOTREYN, skotvöllur í Álfsnesi. MSS24120110
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
    Samþykkt að gera ekki athugasemdir.  

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 17. desember 2024, varðandi stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132

    Fylgigögn

  5. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Kjalarness – vor 2025. MSS22080127

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17.34

Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon

Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness 9. janúar 2024