No translated content text
Íbúaráð Kjalarness
Ár 2019, fimmtudaginn 14. nóvember, var haldinn 1. fundur Íbúaráð Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst klukkan 17:01. Viðstödd voru Sigrún Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Björgvinn Þór Þorsteinsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Heimir Snær Guðmundsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. september 2019, þar sem fram kemur að samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 3. september, sbr. 14. lið fundargerðar borgarstjórnar, að Sigrún Jóhannsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Marta Guðjónsdóttir taki sæti í íbúaráði Kjalarness og að Eldey Huld Jónsdóttir, Sigríður Pétursdóttir og Ólafur Þór Zoega taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Sigrún Jóhannsdóttir verði formaður ráðsins.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tilnefningar íbúasamtaka dags. 22. september og foreldrafélaga dags. 27. september 2019. Fyrir hönd íbúasamtaka er Guðni Ársæll Indriðason aðalmaður og varamaður Lára Kristín Jóhannsdóttir. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga. Fyrir hönd foreldrafélaga er aðalfulltrúi Björgvin Þór Þorsteinsson og varamaður Olga Þorsteinsdóttir.
Fylgigögn
-
Fram fer kosning varaformanns og samþykkt að Guðni Ársæll Indriðason verði varaformaður ráðsins.
-
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júní 2019, að á fundi borgarstjórnar þann 18. júní, var 8. liður fundargerðar forsætisnefndar frá fundi forsætisnefndar þann 14. júní 2019, samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur, samþykktur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð með tillögum hópsins, dags. 24. apríl 2019, sem samþykktar voru á fundi borgarstjórnar þann 7. maí s.l.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins.
Samþykkt að fulltrúar ráðsins skili inn nöfnum í bakhópa til starfsmanns íbúaráða fyrir næsta fund.
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. ágúst, um að á fundi mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð þann 12. september, sbr. 5. lið fundargerðar ráðsins, var breytingum á úthlutunarreglum hverfissjóðs, vísað til umsagnar íbúaráða.
Samþykkt að Íbúaráð Kjalarness gerir ekki athugasemd við breytingar á úthlutunarreglum.
- 17.29 Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi.
- 17.29 Ólafur Þór Zoega tekur sæti á fundi.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Íbúasamtaka Kjalarness dags. 5 nóvember, um vatnsdælingu frá Esjugrund 52.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Kjalarness óskar þess að umhverfis- og skipulagssviðs taki meðfylgjandi erindi Íbúasamtaka Kjalarness til úrlausnar.
-
Lagt fram bréf Íbúasamtaka Kjalarness, dags. 5 nóvember 2019, um Orkuveituveg neðan Esjugrundar á Kjalarnesi.
Vísað til Orkuveitu Reykjavíkur.Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Kjalarness óskar svara frá Orkuveitu Reykjavíkur við meðfylgjandi erindi frá Íbúasamtökum Kjalarness er varðar svokallaðan Orkuveituveg neðan Esjugrundar.
- 17.42 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum.
-
Fram fara umræður um málefni hverfisins.
- 17.49 Björgvin Þór Þorsteinsson víkur af fundi.
Fundi slitið klukkan 18:14
PDF útgáfa fundargerðar
fg_14.11.19.pdf