Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 9

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2020, fimmtudaginn 8. október, var haldinn 9. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 17.00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sigrún Jóhannsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason og Rósmundur Örn Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. október 2020 vegna draga að erindisbréfi starfshóps íbúaráðs Kjalarnes um úrlausn umbótaverkefna á Kjalarnesi til samþykktar.
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á vinnu starfshóps íbúaráðs Kjalarness um úrlausn umbótaverkefna á Kjalarnesi.

    -    Kl. 17.20. Björgvin Þór Þorsteinsson tekur sæti á fundinum. 

    Reynir Kristinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf starfshóps íbúaráðs Kjalarness um úrlausn umbótaverkefna á Kjalarnesi dags, 8. október 2020.
    Samþykkt að vísa erindinu til borgarráðs.

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Kjalarness lýsir yfir ánægju með tillögu starfshópsins og óskar eftir að borgarráð veiti fjármagn til þeirra á fjárhagsáætlun 2021 til að tryggja að þau komist til framkvæmda. Ráðið leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þessara verkefna. Þau stuðli að aukinni velferð og lífsgæðum fyrir íbúa svæðisins. Því er mikilvægt að þau komist sem fyrst til framkvæmda.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Starfshópnum er þakkað fyrir góða vinnu við útfærslu tillagnanna. Mikilvægt er þó að kynna tillögurnar íbúum og gefa þeim kost á að kynna sér útfærslu þeirra og forgangsraða þeim.

    Reynir Kristinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. september 2020 þar sem óskað er umsagnar um tillögu að hámarkshraðaáætlun fyrir Kjalarnes. 

    Fulltrúi Vinstri grænna, fulltrúi Pírata, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og fulltrúi slembivalinna íbúaráði Kjalarness leggja fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið tekur vel í hraðalækkandi tillögur fyrir hverfið. Vallargrund milli Esjuskála og Klébergsskóla hefur hvorki gangstétt né stíg fyrir gangandi vegfarendur. Það hefur skapað hættulegar aðstæður fyrir íbúa og börn sem hafa nýtt veginn meðal annars til að ganga í skólann í átökum líkt og „Göngum í skólann“. Því leggur íbúaráðið áherslu á að farið verði í hraðalækkandi aðgerðir í Vallargrund og gerð verði gönguleið þeim samhliða. Íbúaráð Kjalarness óskar framvegis eftir átta vika vikna umsagnarferli. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks lýsir yfir vonbrigðum sínum með að ekki var fallist á að senda tillöguna til umsagnar íbúasamtaka Kjalarness sem er ekki í anda þess íbúalýðræðis sem boðað var þegar íbúaráðin voru sett á laggirnar.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september. Auglýsing á tillögu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 – Sérstök búsetuúrræði.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 14. september 2020 vegna breytinga á reglum um úthlutun í hverfissjóð Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni Kjalarness. 

      Fylgigögn

    • Málefni Kjalarness. Til umræðu.

    • Lagt fram erindi íbúa á Kjalarnesi dags. 8. október 2020 um ljósleiðararmál á Kjalarnesi.
      Vísað til borgarráðs.

      Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun: 

      Íbúaráð Kjalarness leggur áherslu á að borgarráð bregðist sem allra fyrst við erindinu og taki það til afgreiðslu á næsta reglulega fundi sínum.

      Fylgigögn

    • Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ritun fundargerða og fyrirspurnir íbúa

      Mikilvægt er að fundargerð ráðsins endurspegli það sem gerist á fundum þess. Frá því að nýtt íbúaráð tók til starfa hafa borist fyrirspurnir frá íbúum sem ekki hafa ratað inn í fundargerð eða svör við þeim. Því er lagt til að allar fyrirspurnir og tillögur sem borist hafa og munu berast frá íbúum, hvort heldur þær eru skriflegar eða munnlegar, verði færðar til bókar í fundargerð ráðsins. Jafnframt er lagt til að þegar svör við fyrirspurnum berast ráðinu að þau verði sömuleiðis færð inn í fundargerð.

      Frestað.

      Fundi slitið klukkan 19:30

      Marta Guðjónsdóttir

      PDF útgáfa fundargerðar
      ibuarad_kjalarness_0810.pdf