Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 8

Íbúaráð Kjalarness

 

Ár 2020, fimmtudaginn 10. september, var haldinn 8. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 17.00. Fundinn sat Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Björgvin Þór Þorsteinsson og Rósmundur Örn Sævarsson. Fundinn sat einnig Anna Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigurþórsdóttir sem tók sæti á fundinum í fjarfundi.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness og samstarfi við íbúaráð Kjalarness.

  3. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um götulýsingu í Kollafirði, sbr, 12. lið fundargerðar ráðsins frá 14. maí 2020.

  4. Lagt fram erindi þjónustu og nýsköpunarsviðs 13. ágúst 2020 og skýrsla starfshóps um Þróun og þjónustu á Kjalarnesi og framtíðarsýn íbúa. 

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Lagt er til að skipa fjögurra manna vinnuhóp til að gera tillögur að úrlausn þeirra verkefna sem fram koma í skýrslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs með úttekt á þjónustu á Kjalarnesi og vísað var til meðferðar íbúaráðs Kjalarness á fundi borgarráðs 20. ágúst 2020.Vinnuhópnum er falið að leita eftir kostnaðarmati á þau verkefnin þar sem það á við þannig að hægt verði að koma fjármögnun og framkvæmd þeirra inn í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir  árið  2021 sem nú er í vinnslu. Einnig er vinnuhópnum falið að gera tillögur að málsmeðferð og breytingum á reglum eftir því sem við á þannig að hægt verði að koma öðrum verkefnum  í farveg og framkvæmd. Vinnuhópurinn skili af sér tillögum sínum fyrir næsta fund íbúaráðs í október. Í kjölfarið er vinnuhópnum falið að funda með bakhóp hverfisins. Vinnuhópinn skipa: Sigþór Magnússon, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason og Reynir Kristinsson leiðir vinnuna sem formaður hópsins.

    Samþykkt.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks þakkar fyrir úttekt á þjónustu Reykjavíkurborgar á Kjalarnesi. Athygli vekur að í löngum lista yfir umbótatillögur sem vinnuhópur leggur fram fer ekki mikið fyrir lagningu Sundabrautar, sér í lagi þar sem sú framkvæmd var fyrirferðamikil í umræðunni þegar sameining sveitarfélaganna var undirbúin og hefur verið oft á tíðum síðan þá. Ástæða er til að vekja athygli hverfisráðs Kjalarness á þessu ósamræmi þegar umbótatillögurnar verða lagðar fyrir vinnuhóp til umfjöllunar og úrvinnslu í samstarfi við fagsvið borgarinnar, b hluta fyrirtæki í eigu borgarinnar og aðra hagsmunaðila. Í þessu sambandi er rétt að benda á að Reykjavík fer með skipulagsvald varðandi lagningu Sundabrautar.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi, leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við, fulltrúar í Íbúaráði Kjalarness höfnum þeim mismunun sem íbúum er boðið upp á við lagningu ljósleiðara á Kjalarnesi. Það er andstætt jafnræðisreglu að sumum íbúum er gert að greiða fyrir grunnþjónustu á meðan aðrir hafa fengið þjónustuna frítt. Við skorum á meirihlutann í Reykjavík að draga þá íþyngjandi ákvörðun til baka að láta íbúa greiða fyrir þau sjálfsögðu mannréttindi og lífsgæði sem ljósleiðaratenging skapar.

    Fulltrúi Pírata og fulltrúi Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Fullur skilningur er á þeim sjónarmiðum sem íbúar hafa en ekki er tekið undir að um mismunun sé að ræða þar sem kostnaður við lagningu ljósleiðara í dreifbýli er margfalt hærri á hvert heimili en í þéttbýli. Flest sveitarfélög á Íslandi haga málum þannig að íbúar í dreifbýli þurfa að greiða um 250.000.- kr en um talsvert lægri upphæð er að ræða í dreifbýli á Kjalarnesi.

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita verkefninu Flugdrekasmiðja styrk að upphæð kr. 65.700,-
    Samþykkt að veita verkefninu Námskeiðshald fyrir eldri nemendur styrk að upphæð kr. 288.300,- 
    Samþykkt að veita verkefninu Samflot með tónheilun styrk að upphæð kr.120.000,-
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Fulltrúi foreldarfélaga víkur af fundi undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður.

    Samþykkt að veita verkefninu Keltneskt Altari styrk að upphæð kr. 450.000,- 
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:12

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1009.pdf