Íbúaráð Kjalarness
Ár 2020, fimmtudaginn 11. júní, var haldinn 7. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var opinn og haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 17.06. Fundinn sat Sigrún Jóhannsdóttir, Ólafur Þór Zoega, Guðni Ársæll Indriðason, Björgvin Þór Þorsteinsson og Rósmundur Örn Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. Aðrir gestir voru sjö.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. júní 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.
Fylgigögn
-
Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa 8. maí 2020 vegna tillögu Íbúasamtaka Kjalarness um skipulagsmál.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs til íbúaráðs Kjalarness dags. 26. maí 2020 vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir Kjalarnes-Nesvík.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Kjalarness fagnar atvinnuuppbyggingu af þessu tagi.
- 17.23 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs vegna draga að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur. Í tillögunni er m.a. skerpt á heimildum er varða sérstök búsetuúrræði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Björgunarsveitarinnar Kjalar dags. 3. júní 2020 um hættu á foktjóni.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Kjalarnes óskar eftir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kanni ábendingar björgunarsveitarinnar um endurtekna fokhættu af þakplötum sem hafa losnað í óveðrum. Ráðið óskar einnig eftir að heilbrigðiseftirlitið komi í vettvangsferð upp á Kjalarnes til að taka út aðrar byggingar á svæðinu sem hætta stafar af í samráði við starfsmenn hverfastöðvar Kjalarness.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Kjalarness að fjárfestinga og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram athugasemdir við fjárfestingar og viðhaldsáætlun.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 5. júní 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness, sbr. 14. lið fundargerðar ráðsins frá 14. maí 2020 um aðgang að jákvæðri umsögn skipulagsfulltrúa.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 5. júní 2020 og 9. júní 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness sbr. 15. lið fundargerðar ráðsins frá 14. maí 2020, um aðgang að samráði við Skotfélag Reykjavíkur, mælingar á hávaðamengun, eftirlitsskýrslur og skýrslum vegna kvartana á hávaða.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags.8. júní 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um lóðamál, sbr. 13. lið fundargerðar ráðsins frá 14. maí 2020.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lögð fram til afgreiðslu umsókn í hverfissjóð á Kjalarnesi 2020. Þessi liður fundarins var lokaður
Samþykkt að veita Skógræktarfélagi Kjalarness styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Arnarhamarskógur (Græni trefillinn).- Ólafur Þór Zoega víkur af fundi undir þessum lið.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Klébergsskóla styrk að upphæð kr. 105.500,- vegna verkefnisins leikhópurinn Lotta.
Samþykkt að veita Skógræktarfélagi Kjalarness styrk að upphæð kr. 450.000,- vegna verkefnisins Arnarhamarskógur/Græni trefillinn.
Samþykkt að veita verkefninu Fegrun Kjalarneslaugar styrk að upphæð kr. 20.000,-.
Samþykkt að veita Foreldrafélaginu Álfastein styrk að upphæð kr. 105.500,- vegna verkefnisins Leikhópurinn Lotta.
Samþykkt að veita Foreldrafélaginu Álfastein styrk að upphæð kr. 75.00,- vegna verkefnisins Krakkahestar á sumarhátíð leikskólans Bergs.Öðrum umsóknum hafnað.
- 19.10. Björgvin Þór Þorsteinsson víkur af fundi.
- 19.15. Björgvin Þór Þorsteinsson tekur sæti á fundi.
- 19.17 Ólafur Þór Zoega víkur af fundi.
- 19.21 Ólafur Þór Zoega tekur sæti á fundi.
- 19.41 Ólafur Þór Zoega víkur af fundi.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 19:45
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1106.pdf