Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 6

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2020, fimmtudaginn 14. maí, var haldinn 6. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 17.16. Fundinn sat Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Björgvin Þór Þorsteinsson og Rósmundur Örn Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigurþórsdóttir sem tók sæti á fundinum í fjarfundi.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram erindi íbúa á Kjalarnesi dags. 15. apríl 2020 og 27. apríl 2020 um umgengni um landið  meðfram Leirvogsá að norðanverðu frá Esjumelum inn að Hrafnhólum og leiðir til úrbóta.
    Íbúaráð Kjalarness óskar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taki erindið fyrir og geri athugun á umgengni um landið meðfram Leirvogsá að norðanverðu frá Esjumelum inn að Hrafnhólum og geri tillögur að úrbótum og kanni viðhorf til úrbóta þeirra aðila sem gæti hugsanlega verið valdir að slæmri umgengni.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi íbúa á Kjalarnesi dags. 2. apríl 2020 um lagningu ljósleiðara í borgarhlutanum.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 28. apríl 2020 sem samþykkt var í borgarráði sbr. 23. lið fundargerðar ráðsins 30. apríl 2020. Í tillögunni er íbúaráðum borgarinnar veittar 30 milljónum kr. til að úthluta til verkefna sem hafa það að markmiði að efla hverfisanda, mannlíf og menningu sumarið 2020.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram afgreiðsla afgreiðslufundar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem fram fór 7. apríl 2020, á umsókn Skotfélags Reykjavíkur um endurnýjun starfsleyfis til reksturs skotvalla á Álfsnesi.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ódags. við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness sbr. 9. lið fundargerðar ráðsins frá 13. febrúar 2020, vegna skotsvæðis á Álfsnesi og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um erindi íbúa vegna skotsvæðis á Álfsnesi. 

    -    17.54. Björgvin Þór Þorsteinson víkur af fundi.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 14. apríl 2020, við erindi Íbúasamtaka Kjalarness sbr. 4. lið fundargerðar ráðsins 12. desember 2020, þar sem óskað var upplýsinga um lóðaframboð á Kjalarnesi.   

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið óskar eftir því að farið verði sem fyrst í viðeigandi rannsóknir til að skera úr um það hvort hægt sé að byggja á lóðum við Búagrund, Helgugrund og Jörfagrund. Öll uppbygging er hverfinu mjög mikilvæg.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram verkáætlun Reykjavíkurborgar ódags. af vef Reykjavíkurborgar vegna vorhreinsunar á götum og gönguleiðum í hverfinu.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um sumarleyfi íbúaráðs Kjalarness.

  10. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  11. Lögð fram til afgreiðslu umsókn í hverfissjóð á Kjalarnesi 2020. Þessi liður fundarins var lokaður.
    Umsókn hafnað.

    Fylgigögn

  12. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð Kjalarness óskar upplýsinga um hvers vegna slökkt hefur verið á götuljósum hjá íbúum í Kollafirði.

    Fylgigögn

  13. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Í svörum frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara vegna fyrirspurna um lóðir á Kjalarnesi er ekki getið lóða á Esjumelum. Íbúaráð Kjalarness spyr hvort svo beri að skilja að þar eru engar lausar lóðir og allar byggðar sem úthlutað hefur verið? Ekki er heldur getið lóðanna við Hofsbraut nr. 68 og 70.

    Fylgigögn

  14. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð Kjalarness óskar þess að fá eftirfarandi gögn vegna framlengingar starfsleyfis Skotfélags Reykjavíkur sbr. 13. lið fundargerðar 1440. afgreiðslufundar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur: “Jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa”

  15. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Í svörum HER við spurningum íbúaráðs Kjalarness kemur fram að skjalfest sé samráð milli Skotfélags Reykjavíkur við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um að leggja yfirborðsefni til að binda þungmálma og val efnis. Íbúaráð Kjalarness óskar eftir afriti af þessu samráði. Íbúaráð Kjalarness óskar eftir öllum gögnum er varða mælingar HER á hávaðamengun og eftirlitsskýrslum þeim tengdum. Íbúaráð Kjalarness óskar einnig eftir skýrslum vegna kvartana á hávaða frá skotæfingasvæðunum á Álfsnesi.

  16. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Kjalarness:

    Íbúaráð Kjalarnes óskar eftir að framkvæmdum við lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Kjalarnesi verði flýtt. Lagt er til að útboð og framkvæmdir hefjist á þessu ári. 
    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:23

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1405.pdf