Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 46

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2024, fimmtudagurinn, 14. mars, var haldinn 46. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Ellen Calmon, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Kjalarness dags 14. mars 2024 ásamt bréfi Skipulagsgáttar, dags. 22. febrúar 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – skotæfingasvæði á Álfsnesi. USK23030130

    Samþykkt.

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið óskar eftir því að haldin verði opinn íbúafundur þar sem breytingar á Aðalskipulagi í Álfsnesi verði teknar til kynningar líkt og gert var varðandi Sundabraut enda er skotsvæðið ekki síður mikilvægt mál í hugum íbúa. Lagt er til að slíkur kynningarfundur færi fram fyrir íbúa áður en athugasemdafrestur er liðin þann 4. apríl næstkomandi. Sé ekki mögulegt að halda slíkan fund fyrir lok athugasemdarfrests leggur ráðið til að athugasemdarfrestur verði framlengdur svo íbúar hafi tækifæri til senda athugasemdir í kjölfar íbúafundar.

    Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 2. febrúar 2024, um verkhönnun verkefna fyrir Hverfið mitt á Kjalarnesi. MSS22020075

    Guðný Bára Jónsdóttir og Heiða Hrund Jack taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. janúar 2024 um samþykkt verklagsreglna um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090170

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 4. mars 2024, um opnun fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS23030157 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Fram fer umræða um framkvæmdir í Fólkvangi. MSS22090034

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið vill koma á framfæri ánægju íbúa með nýyfirstaðnar framkvæmdir á félagsheimili okkar Kjalnesinga, Fólkvangi.

Fundi slitið kl. 17:50

Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon

Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness 14. mars 2024