Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 45

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2024, fimmtudagurinn, 8. febrúar, var haldinn 45. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.37. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir og Olga Ellen Þorsteinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Kjalarness tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ellen Calmon og Egill Þór Jónsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 24. janúar 2024 þar sem óskað er eftir að íbúaráð Kjalarness tilnefni fulltrúa í stýrihóp um eflingu frístundastarfs á Kjalarnesi. MIR24010004
    Samþykkt að tilnefna Olgu Ellen Þorsteinsdóttur. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillögu íbúaráðs Kjalarness um eflingu strætóþjónustu í borgarhlutanum: 

    Lagt er til að íbúaráð Kjalarness beini því til umhverfis- og skipulagsráðs að efla þjónustu Strætó á leið 29 með eftirfarandi aðgerðum. 1. Með tíðari ferðum (30 mínútna tíðni) á annatíma milli 07:00 – 09:00 og frá 14:30 til 20:00. 2. Tryggja þarf að fleiri en fjórir einstaklingar komist í ferð, en brögð hafa verið að því að bíll hafi fyllst og viðskiptavinir ekki komist með í ferðir. 3. Bæta inn stoppistöð á leið 29 við nýja hringtorgið fyrir neðan Esjuberg á Vesturlandsvegi og hinu megin við Vesturlandsveg við Vík, slíkt bætir aðgengi bæði fyrir þá sem nýta gönguleiðir á svæðinu og þá sem sækja vinnu á stóra vinnustaði í nágrenninu. 4. Tryggja öruggt aðgengi farþega frá stoppistöðinni á Esjumelum að Esjurótum með göngustíg svo gangandi vegfarendur þurfi ekki að ganga við hættulegar aðstæður meðfram Vesturlandsvegi frá Esjumelum að Esjurótum. MSS24020042

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Samþykkt.
    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um framhald sundleikfimi og samverustunda eldri borgara á Kjalarnesi. MSS24010072

  4. Fram fer umræða um starfsemi og eflingu vinnuskólans á Kjalarnesi. MSS24010119

    Þorvaldur Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  5. Lagt fram bréf verkefnastjóra stýrihóps um mótun stefnu  í málefnum eldra fólks til ársins 2026, dags. 6. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu tilnefningu tveggja fulltrúa á samráðsfund með framtíðarnotendum. 
    Samþykkt að fela formanni að finna fulltrúa. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:37

Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon

Egill Þór Jónsson Hildur Guðbjörnsdóttir

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness 8. febrúar 2024