Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 44

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2024, fimmtudagurinn, 11. janúar, var haldinn 44. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Arnar Grétarsson, Egill Þór Jónsson Guðfinna Ármannsdóttir, og Olga Ellen Þorsteinsdóttir Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Kjalarness um hreinsunarátak á Esjumelum:

  Lagt er til að íbúaráð Kjalarness samþykki að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að farið verði í hreinsunarátak á Esjumelum. Slíkt hreinsunarátak verði samstarfsverkefni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, skrifstofu borgarlandsins, byggingarfulltrúa og eftir atvikum annarra hlutaðeigandi eininga innan borgarkerfisins. Átakið hefjist á vordögum 2024, eigi síðar en 15 maí. MSS24010074

  Greinargerð fylgir tillögunni. 
  Samþykkt.
  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram erindi íbúa í borgarhlutanum, dags. 7. desember 2023 um áframhald sundleikfimi og samverustunda eldri borgara á Kjalarnesi. MSS24010072

  Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

  Samkvæmt upplýsingum íbúaráðsins stefnir í að sundleikfimi og kaffispjall eldri borgara falli niður þar sem ekki fást styrkir fyrir verkefninu. Um er að ræða verkefni sem er vel sótt af Kjalnesingum. Full ástæða er fyrir viðkomandi svið borgarinnar til  að tryggja verkefninu fjármögnun líkt og gert er í öðrum hverfum borgarinnar.

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um frístundarútu fyrir börn í dreifbýli á Kjalarnesi. MSS22090034

  Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

  Bent er á að  börn sem búa í Kjós og sækja Klébergsskóla fá þjónustu frístundarútu en ekki börn í dreifbýli á Kjalarnesi. Það væri æskilegt að frístundarúta væri í boði fyrir öll börn sem vilja sækja félagsmiðstöðina Flógyn og aðra viðburði í Klébergsskóla. Íbúaráðið leggur til að Reykjavíkurborg hefji samtal við Kjósarhrepp um útfærslu.

 4. Fram fer umræða um starfsemi vinnuskólans á Kjalarnesi. MSS22090034

  Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

  Smæð og fámenni vinnuskólans á Kjalarnesi hefur haft neikvæð áhrif á fjölbreytni og aðra umgjörð Vinnuskólans. Íbúaráð óskar eftir að fá fulltrúa frá Vinnuskólanum á sinn næsta fund til að eiga samtal um mögulegar úrlausnir.

 5. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Kjalarness – vor 2024. MSS22090031
  Samþykkt með þeirri breytingu að júnífundur ráðsins fari fram 6. júní í stað 13. júní. 

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:16

Kristjana Þórarinsdóttir Egill Þór Jónsson

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Arnar Grétarsson

Guðfinna Ármannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness 11. janúar 2024