Íbúaráð Kjalarness
Ár 2023, fimmtudagurinn, 14. desember, var haldinn 43. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Ellen Calmon, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á tilraunaverkefni um samrekið almennings- og skólabókasafn á Kjalarnesi. MOF22110011
Skúli Helgason og Unnar Geir Unnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 15. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir tilnefningu íbúaráðs Kjalarness í samráðshóp vegna Sundabrautar ásamt fylgiskjali. MSS23100110
Samþykkt að tilnefna Kristjönu Þórarinsdóttur í samráðshóp vegna Sundabrautar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 9. nóvember 2023, með umsagnarbeiðni vegna vegna skipulagslýsingar fyrir Tindstaði. Jafnframt lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 14. desember 2023. USK23060091
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. nóvember 2023, um verklagsreglur íbúaráða Reykjavíkurborgar. MSS22090031
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. nóvember 2023 með umsagnarbeiðni um stafræna stefnu. ÞON23010021
Samþykkt að gera ekki athugasemdir.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um sjógang yfir Vesturlandsveg. MSS23010070
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Önnu Lyck Filbert, dags. 7. desember 2023, vegna verkefnisins Sundleikfimi gullborgara – búnaður. MSS2303015
-
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þegar flóð eru þá gengur sjór, grjót og þari yfir Vesturlandsveg til móts við Sjávarhóla. Slíkt veldur slysahættu. Er Vegagerðin meðvituð um þetta vandamál og stendur til að bregðast við þessu með einhverjum hætti, þá hvernig? Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða hið fyrsta. MSS23120100
Vísað til umsagnar Vegagerðarinnar.
-
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nú hefur verið tekinn í notkun nýr innan sveitarvegur (Esjuvegur) sem nær frá nýja hringtorginu við Vesturlandsveg að Vallá. Þó hefur hann aðeins verið malbikaður að hluta þ.e. frá hringtorginu að Dýjahlíð. Hvenær stendur til að klára malbikun á umræddum vegi? Einnig er rétt að benda á að þessi vegur er þegar afar lélegur (margar og djúpar holur) og erfitt að keyra hann. MSS23120101
Vísað til umsagnar Vegargerðarinnar.
Fundi slitið kl. 17:31
Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon
Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir
Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness 14. desember 2023