Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 42

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2023, fimmtudagurinn, 9. nóvember, var haldinn 43. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um umgengnismál á Esjumelum. MSS23020075

  Guðjón Ingi Eggertsson og Tómas Gíslason taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

 2. Lagt fram bréf bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. október 2023, um niðurstöður kosninga í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um fornleifarannsóknir í Grundarhverfi. MSS23110022

  Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

  Ráðinu hafa borist þær upplýsingar að útboð á verkefninu eigi að hefjast á allra næstu vikum. Ráðið vill koma á framfæri mikilvægi verkefnisins þar sem forsenda fyrir úthlutun lóða á svæðinu er niðurstaða rannsóknar sem er fá þann veg að ekkert standi í vegi fyrir úthlutun lóðanna. Íbúaráðið mun því fylgjast með framgangi málsins eftir því sem því vindur fram.

 4. Fram fer umræða um strætóþjónustu á Kjalarnesi. MSS22010202
  Samþykkt að fela formanni í samráði að undirbúa tillögu um bætta strætóþjónustu á Kjalarnesi.

 5. Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness, dags. 1. nóvember 2023, um drög að tillögu vegna Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 - Skotæfingasvæði á Álfsnesi. USK23030130

  Fylgigögn

 6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

  Samþykkt að veita UMFK styrk að upphæð kr. 57.000 vegna verkefnisins Jólabingó á Kjalarnesi. 

  Samþykkt að veita Hildi Guðbjörnsdóttur styrk að upphæð kr. 100.000 vegna verkefnisins Samverustund þegar Fólkvangur er tilbúin. 

  Samþykkt að veita Önnu Lyck Filbert styrk að upphæð kr. 35.000 vegna verkefnisins Sundleikfimi gullborgara - búnaður. 

  Öðrum umsóknum hafnað. 

  Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

  Fulltrúi íbúasamtaka víkur sæti á fundinum við afgreiðslu eigin umsóknar og umsókna UMFK.

  Fulltrúi foreldrafélaga víkur sæti á fundinum við afgreiðslu umsóknar Hildar Guðbjörnsdóttur og umsókna UMFK.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf íbúa í hverfinu, dags. 9. nóvember 2023, með athugasemdum við kynningarferli á breytingum á aðalskipulagi á Álfsnesi vegna fyrirhugaðs skotsvæðis. MSS23110069 
  Samþykkt að senda umhverfis- og skipulagssviði til upplýsingar. 

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:29

Kristjana Þórarinsdóttir Sigrún Jóhannsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness 9. nóvember 2023