Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 40

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2023, fimmtudagurinn, 14. september, var haldinn 40. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.10. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Egill Þór Jónsson, Ellen Calmon, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Austurmiðstöðvar. MSS22100035

    Margrét Richter tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 31. maí 2023, með tilkynningu um útgáfu starfsleyfis fyrir Íslenska gámafélagið. MSS23040044

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þörf er á samræðum við tilheyrandi embætti borgarinnar um Esjumelasvæðið þar sem íbúar hafa miklar áhyggjur af umgengni og skipulagi á svæðinu. Íbúaráðið óskar eftir fulltrúum HER og umhverfis- og skipulagssviðs á næsta fundi ráðsins til þess að ræða um málefni Esjumela.

    Fylgigögn

  3. Lagt  fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2023 með útskrift úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júní varðandi Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund. SN220294

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. ágúst 2023, um kosningar í Hverfið mitt 2023. MSS22020075

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að fundadagatali íbúaráðs Kjalarness – haust 2023. MSS22080127

    Samþykkt. Jafnframt samþykkt að fundir ráðsins fari fram kl. 16.30.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:17

Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon

Egill Þór Jónsson Hildur Guðbjörnsdóttir

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Íbúaráð Kjalarness 14.9.2023 - Prentvæn útgáfa