Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 39

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2023, þriðjudaginn, 6. júní, var haldinn 39. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.04. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Hildur Guðbjörnsdóttir og Olga Ellen Þorsteinsdóttir. Fundinn sat einnig eftirtalinn starfsmaður: Ragnar Harðarson. 
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning um stikaðar gönguleiðir á Kjalarnesi. MSS23050171

    -    Kl. 16.06 tekur Guðfinna Ármannsdóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 16.36 tekur Ellen Calmon sæti á fundinum.

    Heiða Hrund Jack og Ævar Aðalsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

  2. Lagt fram svar Vegagerðarinnar dags., 16. maí 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness dags., 19. apríl 2023, um reiðvegi frá Skriðu að Vallá. MSS23040151

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið vill leggja áherslu á að reiðstígurinn verði hluti af 2. áfanga framkvæmda þar sem stígurinn var ekki boðinn út í hluta 1 – jafnframt vill íbúaráðið vera upplýst um ákvarðanir er varða umræddan reiðveg, hvort hann verði hluti af seinna útboði og/eða verði framkvæmdin boðin út sér enda er reiðvegur mikið hagsmunamál fyrir hestaíþróttafólk á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi íbúa hverfisins dags., 9. maí 2023, um Barnalund og Útikennslustofuna. MSS23050175
    Samþykkt að senda erindið til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs. 

    Íbúaráð Kjalarnes leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Ráðið kallar eftir upplýsingum um áætlun um hvenær Barnalundur kemur til framkvæmda hjá umhverfis- og skipulagssviði í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. mars 2020. Samhliða því að senda erindi íbúa til meðferðar um Útikennslustofu þá óskar ráðið eftir upplýsingum um hvort að hægt sé að verða við þeirri framkvæmd og áætlun þar um. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034.

Fundi slitið kl. 16:54

Kristjana Þórarinsdóttir Hildur Guðbjörnsdóttir

Ellen Jacqueline Calmon Olga Ellen Þorsteinsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Guðfinna Ármannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 6. júní 2023