Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 38

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2023, fimmtudaginn, 11. maí, var haldinn 38. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.04. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir og Olga Ellen Þorsteinsdóttir. Fundinn sat einnig eftirtalinn starfsmaður: Ragnar Harðarson.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1.  Fram fer kynning á breytingu á deiliskipulagi á Kjalarnesi, Jörfi/Norðurgrund. SN220294

    -             Kl. 16:10 tekur Egill Þór Jónsson sæti á fundinum.

    Þórður Már Sigfússon og Jóhanna Helgadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 27. apríl 2023, um  aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum 2024-2028 ásamt fylgiskjölum. MSS23040215
    Samþykkt að fela formanni að skila tillögum íbúaráðs Kjalarness um  fjárfestinga og viðhaldsáætlun 2024-2028 fyrir 19. maí n.k.
     

    Fylgigögn

  3.  Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. apríl 2023, um  auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Kjalarnes, Saltvík. SN220797

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið vill koma á framfæri að ítrekað eru gerðar breytingar á deiliskipulagi án þess að aðalskipulag sé uppfært, þetta þykir miður. Íbúar eru uggandi yfir þróun skipulagsmála á Kjalarnesi og hafi áhyggjur af deiliskipulagsbreytingum sem varða landbúnað og iðnað á svæðinu.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness, dags. 2. maí 2023, um kynningu verklýsingar/drög að tillögu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur – Skotæfingasvæði á Álfsnesi. USK23030130

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi íbúa hverfisins dags. 11. maí 2023, um brú yfir læk í fjörunni við skólpdælustöðina á Kjalarnesi. MSS23050075

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið fagnar þessu frumkvæði af hálfu íbúa og styður hugmyndina. Ráðið vill minna á að mikilvægt sé að huga að öryggi við framkvæmdina og að aflað verði tilskilinna leyfa.

    Fylgigögn

  6. Samþykkt að veita íbúasamtökum Kjalarness styrk að upphæð 150.000 kr. vegna verkefnisins Frískápur.
    Samþykkt að veita Bjarna Lárusi Hall styrk að upphæð 25.000 kr. vegna verkefnisins Spil/Tónleikar fyrir eldri borgara Reykjavíkur – Kjalarnes.
    Samþykkt að veita Ungmennafélagi Kjalnesinga styrk að upphæð 225.000 kr. vegna verkefnisins Kjalarnesdagar 2023.

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Hildur Guðbjörnsdóttir og Olga Ellen Þorsteinsdóttir víkja af fundinum við afgreiðslu umsóknar íbúasamtaka Kjalarness.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
     

    Fylgigögn

Fundi slitið 17:40

Kristjana Þórarinsdóttir Hildur Guðbjörnsdóttir

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Egill Þór Jónsson

Guðfinna Ármannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 11. maí 2023