Íbúaráð Kjalarness
Ár 2023, fimmtudagurinn, 19. apríl, var haldinn 37. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.03. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf. dags. 22. mars 2023 umhverfis- og skipulagssviðs – Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – Skotæfingasvæði á Álfsnesi, kynning verklýsingar og drög að tillögu. USK23030130
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila umsögn fyrir 1. maí næstkomandi.Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið óskar eftir fundi með starfshóps um framtíðarlausn á uppbyggingu og staðsetningu fyrir skotíþróttir sem allra fyrst vegna algjörs skorts á samráði við íbúa um málið. Ráðið vill jafnframt benda á að tekið er fram í drögunum að breytingin sé fyrirhuguð tímabundið þar til önnur lausn á málinu finnist, þó hefur málið verið til umfjöllunar og svæðið opið til skotæfinga með hléum til margra ára eða frá árinu 2008 og ætlað var til bráðabirgða á þeim tíma, ráðið óskar eftir upplýsingum um hvað sé átt við með því að breytingin sé tímabundin?
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu undirbúnings á breytingum á Aðalskipulagi fyrir Kjalarnes. MSS23040039
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið kemur því á framfæri að haft sé samráð við íbúa á sem flestum stigum í ferlinu með opnum íbúafundum.
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness, dags. 19. apríl 2023, um tillögu að breyttu deiliskipulagi Vallár. Einnig lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2023, vegna auglýsingar á tillögu að breyttu deiliskipulagi Vallár. USK23010259
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness, dags. 19. apríl 2023 um tillögu að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Íslenska gámafélagsins að Kalksléttu 1. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 5. apríl 2023, vegna tillögu að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Íslenska gámafélagsins að Kalksléttu 1. MSS23040044
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um hátíðarhöld í tengslum við Kjalarnesdaga. MSS22090034
-
Lagt fram svar Strætó bs., dags. 27. mars. 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um strætótengingar við Esjurætur, sbr. 9. liður fundargerðar ráðsins frá 9. mars 2023.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið óskar þess að borgaryfirvöld fari fram á að þjónusta pöntunarleiðar 29 verði aukin til muna til dæmis með reglulegum áætlunarakstri um stoppistöðina við Mógilsá.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Vegagerðarinnar, dags. 13. mars 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um útboð vegna framkvæmda á Vesturlandsvegi, sbr. 8. liður fundargerðar ráðsins frá 9. mars 2023. MSS23010070
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið vill koma á framfæri að mikilvægt sé að framkvæmdir við Vesturlandsveg frá Vallá að Hvalfjarðargöngum verði boðnar út hið allra fyrsta. Um er að ræða gríðarlegt hagsmuna og öryggismál fyrir íbúa Kjalarnes og alla þá sem nýta Vesturlandsveg.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 4. apríl 2023, um kynningarefni á vegum Reykjavíkurborgar. MSS23040147
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið vill koma á framfæri við kynningarteymi Reykjavíkurborgar að gætt sé að því að Kjalarnes sé hluti af öllu því kynningarefni sem borgin gefur út.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um áætlanir um reiðvegi meðfram sveitavegum á Kjalarnesi. MSS22090034
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Fram fer umræða um öryggi vegfarenda við Vesturlandsveg. MSS23010070
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið vill koma á framfæri við USK að þörf sé á að gönguleið um Lækjarmel sé merkt á viðeigandi hátt til þess að gangandi umferð til og frá Mógilsá að strætóstoppistöðina við Esjumela fari ekki meðfram Vesturlandsvegi þar sem engin göngustígur er þar og því skapast mikil slysahætta þegar fólk gengur þar á vegöxl á vegi þar sem 90 km hámarkshraði og umferðarþungi er mikill. Jafnframt væri æskilegt að gönguleiðin væri viðhaldið og nyti vetrarþjónustu.
-
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í umsögn byggingarfulltrúa vegna umsóknar um starfsleyfi vegna skotvalla í Álfsnesi kemur fram að ekki sé hægt að skrá mannvirki í fasteignaskrá þar sem ekki er búið að mynda lóð undir mannvirkin, sbr, svar við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness, sjá 3. liður fundargerðar ráðsins frá 9. mars. Í ljósi þessa, er leyfi til staðar til að húsið standi þar sem það er? MSS23040150
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsfulltrúa. -
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Er fyrirhugað að reiðvegur verði gerður meðfram innsveitavegi frá Skriðu að Vallá líkt og upphaflega stóð til samkvæmt framkvæmdaráætlun? MSS23040151
Vísað til umsagnar Vegagerðarinnar.
Fundi slitið kl. 18:12
Kristjana Þórarinsdóttir Sigrún Jóhannsdóttir
Hildur Guðbjörnsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir
Guðfinna Ármannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 19. apríl 2023