Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 36

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2023, fimmtudagurinn, 9. mars, var haldinn 36. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.03. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Ellen Calmon, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. febrúar 2023, um uppstillingu kjörseðils í Kjalarnesi  fyrir Hverfið mitt ásamt fylgiskjölum. 
    Samþykkt að óska eftir að eftirtalin verkefni fari á kjörseðil fyrir hverfiskosningar í Hverfið mitt næstkomandi haust:
    1. Kollafjarðarrétt - fræðsluskilti
    2. Ártún
    3. Hlaupabraut fyrir frjálsar íþróttir
    4. Arnarhamarsrétt
    5. Fleiri tré !
    6. Göngustígur upp að útialtarinu
    7. Gróðurhús hitað með vatninu úr sundlauginni
    8. Fleiri tré við þjóðveginn
    9. Blakvöllur

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

    Eiríkur Búi Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. febrúar 2023, með útskrift úr fundargerð umhverfs- og skipulagssviðs frá 25. janúar 2023 varðandi Gullsléttu 1 – breyting á deiliskipulagi. MSS22080214

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 10. febrúar 2023, um aðgang að umsögnum byggingarfulltrúa vegna umsóknar Skotfélags Reykjavíkur um starfsleyfi, sbr. 10. liður fundargerðar ráðsins frá 9. febrúar 2023. MSS22110259

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um tafir á framkvæmdum við nýjan Vesturlandsveg frá Vallá/Fólkvangi. MSS23010070

  5. Fram fer umræða um gámabyggð við Kerhóla. MSS23010144

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt upplýsingum ráðsins hafa verið lagðar á dagsektir vegna gámabyggðar við Kerhóla. Borgaryfirvöld eru hvött til að fylgja málinu eftir. 

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  7. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir samtali og kynningu vegna skipulagsmála á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum íbúaráðs Kjalarness fer vinna við aðalskipulag í borgarhlutanum af stað á þessu ári, m.a. með hliðsjón af slíkri vinnu er óskað eftir að fá kynningu frá skipulagsfulltrúa á fund ráðsins í apríl. MSS23030075

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

  8. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hafa  áætlaðar framkvæmdir við Vesturlandsveg frá Vallá að Hvalfjarðargöngum verið boðnar út? Ef ekki, hvenær stendur til að bjóða þær út og hvenær eru verklok áætluð? Um er að ræða gríðarlegt hagsmuna- og öryggismál fyrir Kjalnesinga og alla landsmenn sem nota umræddan veg. MSS23010070

    Vísað til umsagnar Vegagerðarinnar.

  9. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Aðgengi að strætóþjónustu hefur minnkað til muna eftir að leið 57 hætti að stoppa við Esjurætur. Með það að leiðarljósi að auka þjónustu í Kollafirði er þeirri hugmynd velt upp að tengja leið 7 eða aðrar leiðir er keyra í Mosfellsbæ með því að láta leiðina keyra að Esjurótum og stöðva þar áður en haldið er til baka í Leirvogstunguhverfi. Óskað er eftir því að forsvarsmenn Strætó bs. leggi mat á raunhæfni hugmyndarinnar, m.a. hvort hún gangi upp innan núverandi hugmyndafræði Strætó bs. um hönnun leiðarkerfis.  Nú þegar hefur íbúaráðið bókað um lækkun á hámarkshraða og umferðarljós á svæðinu til að möguleikar líkt og þessi séu fýsilegri. MSS22010202

    Vísað til umsagnar Strætó bs.

Fundi slitið kl. 17:44

Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon

Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 9. mars 2023