Íbúaráð Kjalarness
Ár 2023, fimmtudagurinn, 12. janúar, var haldinn 34. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.05. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sigrún Jóhannsdóttir, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.
Þetta gerðist:
-
Lagt til að Sigrún Jóhannsdóttir gegni störfum formanns íbúaráðs Kjalarness á fundinum í fjarveru formanns og varaformanns með vísan til 2. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS22090031
Samþykkt. -
Fram fer kynning á starfsemi Klébergsskóla. MSS22090034
Sigrún Anna Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 16:15 tekur Ellen Calmon sæti á fundinum og tekur jafnframt við stjórn fundarins sem varaformaður.
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 8. desember 2022 um tillögu að starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi. MSS22110259
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Skotvöllur á Álfsnesi 94/2022. MSS23010083
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið lýsir yfir ánægju sinni með þessa ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála varðandi skotvöllinn í Álfsnesi og bindur vonir við að starfshópur sem nýlega hefur verið skipaður leggi þunga í að finna skotsvæðinu staðsetningu til framtíðar sem raskar ekki friðhelgi heimila íbúa.
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 12. janúar 2023 um tillögu að starfsleyfi fyrir Björgun ehf. í Álfsnesvík vegna nýrrar starfsemi. Einnig lögð fram tillaga að starfsleyfi fyrir Björgun ehf. í Álfsnesvík dags. 14. desember 2022 vegna nýrrar starfsemi ásamt fylgiskjölum. MSS23010086
Samþykkt.Fylgigögn
- Umsögn íbúaráðs Kjalarness um tillögu að starfsleyfi fyrir Björgun ehf. í Álfsnesvík vegna nýrrar starfsemi
- Tillaga að starfsleyfisskilyrðum fyrir Björgun ehf. til auglýsingar
- Almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi
- Umsókn Björgun ehf um starfsleyfi
- Greinargerð Björgunar með starfsleyfi
- Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum
- Björgun - grunnástandsskýrsla
- Greinargerð með deiliskipulagi
- deiliskipulag - skýringaruppdráttur
- deiliskipulagsuppdráttur
-
Fram fer umræða um umferðaröryggi á Kjalarnesi. MSS23010070
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Í ljósi umferðarslyss nýlega þar sem keyrt var á gangandi vegfaranda, telur íbúaráðið æskilegt að lagður sé göngustígur meðfram Vallargrund, frá Klébergsskóla að strætóskýlinu sem stendur við Esjuskála. Enda er um að ræða fjölfarna gönguleið. Þá er bent á slysahættu vegna fallhættu við ræsi við Vallargrund í Grundarhverfi. Við vegbrúnina er 4-5 m fall niður í þröngan lækjarfarveg með stórgrýti. Um er að ræða mikilvæga tengingu í hverfinu. Vegbrúnin hallar að ræsinu og ekkert sem varar vegfarendur við hættu. Aðstæður eru sérstaklega varasamar á veturna í hálku, blindu og hliðarvindi. Nokkuð hefur borið á því að bílar keyri með eftirvagna þrátt fyrir mikinn vindhraða á Vesturlandsvegi, sem hefur ítrekað leitt til þess að kerrur, hjólhýsi og flutningabílar hafa fokið og þverað vegi með tilheyrandi slysahættu ásamt vegalokunum. Íbúaráðið óskar eftir því að upplýsingaflæði sé aukið til akandi vegfarenda og þá ekki einungis um vindhraða heldur einnig vindhviður. Útfærslan gæti til dæmis verið með skilti þar sem kemur fram með skýrum hætti s.s. með myndskýringum sem segja hvenær óæskilegt er að aka Vesturlandsveginn með eftirvagna. Íbúaráðið óskar einnig eftir því að skilti sem sýnir vindhraða og vindhviður verði sett upp við Grundarhverfi líkt og skiltið sem stendur við Esjumela.
-
Lagt fram svar Vegagerðarinnar dags. 14. desember 2022 við erindi íbúaráðs Kjalarness um útfærslu á þjónustu strætó í Kollafirði, sbr. 7. liður fundargerðar ráðsins frá 10. nóvember 2022. MSS22010202
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið óskar eftir upplýsingum um hvaða breytingar séu nauðsynlegar á núverandi aðstæðum til þess að hægt sé að taka stoppistöðina að Mógilsá fyrir leið 57 upp að nýju. Íbúaráðið telur afar brýnt að stoppistöðin sé tekin upp að nýju og telji að það megi til dæmis gera með ljósastýringabúnaði eða annars konar merkingum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 13. desember 2022 vegna breytinga á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22040019
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Kjalarness – vor 2023. MSS22080127
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð Kjalarness óskar eftir upplýsingum um gámabyggð á landi Kerhóla (landnúmer: 125874) og þá hvort sótt hafi verið um tilskilin leyfi (byggingarleyfi eða framkvæmdaleyfi) fyrir slíkri byggð og breytingu á deiliskipulagi en einnig hvort þörf sé á að sækja um breytingu á deiliskipulagi eða þörf á grenndarkynningu fyrir slíkri byggð. MSS23010144
Vísað til umsagnar byggingarfulltrúa.
Fundi slitið kl. 17:37
Ellen Jacqueline Calmon Sigrún Jóhannsdóttir
Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir
Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness 12.1.2022