Íbúaráð Kjalarness
Ár 2022, fimmtudaginn 8. desember, var haldinn 33. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var opinn og haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.03. Eftirfarandi íbúaráðsfulltrúar voru mættir: Kristjana Þórarinsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Guðfinna Ármannsdóttir. Fundinn sátu einnig Ragnar Harðarson og Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Klébergsskóla, leikskóla og sundlaug í Grundarhverfi. MSS22090034.
Frestað.
-
Fram fer kynning á tillögu um tilraunaverkefni um samrekið almennings- og skólabókasafn á Kjalarnesi. MOF22110011.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið fagnar þeirri fyrirætlun að setja hér samrekið skóla-og almenningsbókasafn sem tilraunaverkefni. Íbúaráðið vill jafnframt koma á framfæri mikilvægi þess að aðgreina skóla- og frístundastarf frá opnun bókasafnsins svo öryggi barna innan skólans sem og frístunda sé tryggt. Íbúaráðið vill koma á framfæri að mikilvægt er að samráð sé haft við íbúaráð, skólastjórnendur og foreldra.
Skúli Helgason, Pálína Magnúsdóttir og Sigrún Anna Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 16:10 tekur Ellen Calmon sæti á fundinum.
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 7. desember 2022 um tillögu að starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi, ásamt tillögu að starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi og fylgiskjölum. MSS22110259.
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að klára umsögnina og senda hana heilbrigðiseftirliti og heilbrigðisnefnd fyrir tilskilinn frest
Fylgigögn
- Umsókn Skotfélags Reykjavikur um starfsleyfi á Álfsnesi
- Greinargerð Skotfélags Reykjavíkur með umsókn um starfsleyfi
- Fyrirspurn - leiðbeiningar um hávaðamælingar við skotvelli
- Tillaga að starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotfélag Reykjavíkur fyrir skotvöll í Álfsnesi
- Almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi
- Umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Skotveiðifélags Reykjavíkur (SR) um starfsleyfi fyrir starfsemi skotvallar félagsins
-
Lagt fram erindi Skógræktarfélags Kjalarness dags. 24. nóvember 2022 um tré norðan við Fólkvang.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið er sammála innihaldi erindis og vill koma því á framfæri að farið verði í að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að færa þessi tré og ef svo er hvort hægt sé að verða við ósk um staðsetningu þeirra eða hvort önnur staðsetning sé heppilegri. Bókun þessi skal send umhverfis- og skipulagssviði.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 29. nóvember við erindi íbúaráðs Kjalarness um útfærslu á þjónustu strætó í Kollafirði, sbr. 7. liður fundargerðar ráðsins 10. nóvember 2022. MSS22010202
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið ítrekar ósk um mikilvægi þess að tekin sé upp stoppistöð við Mógilsá að nýju á leið 57 auk göngustígs. Íbúaráðið vill ítreka þörf íbúa í Kollafirði og fjölda göngufólks sem sækir Esjuna fyrir öruggt aðgengi að almenningssamgöngum. Íbúaráðið leggur til að leið 29 verði gerð að almennri áætlunarleið án pantana og tekinn verði upp helgarakstur hið fyrsta. Með reglulegum og bættum almenningssamgöngum á þessum leiðum er verið að stuðla að lýðheilsu- og loftslagsmarkmiðum. Íbúaráðið vill undirstrika mikilvægt hlutverk hlutaðeigandi opinberra aðila að gæta að umferðaröryggi vegfarenda.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS20090034.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040042
Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 325.000,- vegna verkefnisins Ókeypis námskeið og lagasmíðamót fyrir unga lagahöfunda.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Kjalarness styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Hreinsa beð.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Kjalarness styrk að upphæð kr. 100.000,- í rekstrarstyrk.Öðrum umsóknum hafnað.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18.03
Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon
Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir
Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 8. desember 2022