Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 32

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2022, fimmtudaginn 10. nóvember, var haldinn 32. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var opinn og haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.02. Eftirfarandi íbúaráðsfulltrúar voru mættir: Kristjana Þórarinsdóttir, Ingiríður Halldórsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Guðfinna Ármannsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð sem og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um Minnisvarða um brostinn loforð, verkefni í Hverfið mitt. MSS22100069

  Bragi Bergsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 2. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 10 nóvember um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund, ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. október 2022 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund. MSS22080068 
  Samþykkt. 

  Fylgigögn

 3. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 10. nóvember 2022, sbr. bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 með beiðni um hugmyndir og framtíðarsýn um haftengda upplifun og útivist á strandlengjunni. 2022. USK22090017.
  Samþykkt

  Fylgigögn

 4. Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs dags. 19. október 2022 við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um starfsemi bókabílsins sbr. 17. liður fundargerðar ráðsins 13. október 2022. MSS22100060

  Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Kjalarness harmar þær fregnir að hætta eigi starfsemi bókabílsins. Núna mun Kjalarnes dragast enn lengra úr lestinni þegar það kemur að aðgengi íbúa af menningu og listum, vegna þess að ólíkt öðrum hverfum er ekkert bókasafn á Kjalarnesi. Tryggja þarf öllum íbúum Reykjavíkur aðgengi af bókum óháð hvar í borginni þau búa. Við skorum því á borgaryfirvöld að koma til móts við íbúa og setja upp bókasafns aðstöðu í hverfinu, félagsheimilið Fólkvangur væri tilvalinn staðsetning.

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um áætlanir um framleiðsluaukningu Stjörnueggja að Vallá. MSS22100070

  Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Kjalarness óskar þess að ef kæmi til umsóknar Stjörnueggja á breytingu deiliskipulags við Vallá til umhverfis- og skipulagssviðs í tengslum við framleiðsluaukningu að slík umsókn fari í hefðbundið auglýsingaferli.

 6. Fram fer umræða um málefni Orkuveituvegar. MSS22030110

  Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Kjalarness vill ítreka beiðni fyrrum íbúaráðs til skrifstofu framkvæmda- og viðhalds og Veitur að ráðinu verði veittar upplýsingar um stöðu mála varðandi veginn. Hvort hægt verði að koma fyrir stíg þarna fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Fráfarandi formaður íbúaráðs hafði áður gert könnun um vilja íbúa varðandi veginn og niðurstaðan var að meirihluti vildi malbikaðan stíg án lýsingar. Auk þess vill sitjandi íbúaráð koma þeirri ósk á framfæri að 1 -2 fötur fyrir rusl verði komið fyrir meðfram honum.

  Fylgigögn

 7. Lögð fram til afgreiðslu drög að erindi íbúaráðs Kjalarness til Vegagerðarinnar og skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar um útfærslu á þjónustu strætó í Kollafirði. MSS22010202
  Samþykkt 

  Fylgigögn

 8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS20090034

 9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040042

  Samþykkt að veita Sigrúnu Jóhannsdóttur styrk að upphæð kr. 10.000 vegna verkefnisins Kaffiveitingar fyrir prjónakaffi.

  Afgreiðslu annarra umsókna frestað. 

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17.52

Kristjana Þórarinsdóttir Ingiríður Halldórsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir