Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 31

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2022, fimmtudaginn 13. október, var haldinn 31. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var opinn og haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.04. Eftirfarandi íbúaráðsfulltrúar voru mættir: Kristjana Þórarinsdóttir, Ingiríður Halldórsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Guðfinna Ármannsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð sem og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. september 2022 um kosningu í íbúaráð Kjalarness þar sem tilkynnt er að Þorkell Sigurlaugsson taki sæti Egils Þór Jónssonar í ráðinu og Helga Margrét Marzellíusardóttir taki sæti varamanns í stað Þorkels.  MSS22060060

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Kjalarness. Arnar Grétarsson tekur sæti varamanns í íbúaráði Kjalarness fyrir hönd íbúasamtaka. MSS22080029

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022 um breytingu á samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjali. MSS22080241

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september um hugmyndasöfnun í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar á Kjalarnesi. MSS22020088

    Lagðar fram ábendingar íbúaráðs Kjalarness. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. september 2022 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1. við Gullsléttu. MSS22080214

    Formanni í samráði við ráðið falið að kanna málið nánar og eftir atvikum skila athugasemdum ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 8. nóvember nk. 

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni bókabílsins. MSS22100060

    Íbúaráð Kjalarnes leggur fram svohljóðandi bókun:

    Við í íbúaráði Kjalarness viljum koma á framfæri við menningar,- íþrótta,- og tómstundaráð að mikilvægt er að tryggja aðgengi að bókum á Kjalarnesi. Þær hugmyndir hafa heyrst að loka eigi bókabílnum. Við viljum minna á að hér þurfi allir að eiga aðgang að bókum hvort sem það er í formi bóka bíls eða bókasafns sem gæti verið í Fólkvangi.

  8. Fram fer umræða um minnisvarða um brostinn loforð. MSS22100069

  9. Fram fer umræða um álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum á framleiðsluaukningu Stjörnueggja að Vallá. MSS22100070

    Formanni falið að afla upplýsinga um hvar málið er statt.

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúar hafa komið á framfæri áhyggjum af stækkun hænsnabúsins á Vallá

  10. Fram fer umræða um starfsleyfi Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis fyrir skotvöll í Álfsnesi. MSS22100061

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um þjónustu strætó á leið 57. MSS22010202

    Formanni falið að afla upplýsingum um málið. 

  12. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 6. október 2022 um móttöku málma á grenndarstöð á Vallargrund. MSS22100059

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er heilshugar undir ábendingar íbúans og forsvarsmenn Sorpu bs. hvattir til að bregðast við og tryggja að hægt verði að taka við málmum á grenndarstöð í Grundarhverfi.  

    Fylgigögn

  13. Fram fer umræða um aðgengi íbúa og samstarf við íbúaráð Kjalarness. MSS22100062

  14. Lagt fram bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 með beiðni um hugmyndir og framtíðarsýn um haftengda upplifun og útivist á strandlengjunni. USK22090017

    Frestað. 

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. október 2022 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund. MSS22080068

    Frestað. 

    Fylgigögn

  16. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS20090034

  17. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er upplýsinga um hvort standi til að leggja niður starfsemi bókabílsins? 

    MSS22100060

    Vísað til umsagnar menningar- og ferðamálasviðs. 

Fundi slitið kl. 18.12

Kristjana Þórarinsdóttir Ingiríður Halldórsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
31. Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 13. október 2022.pdf