Íbúaráð Kjalarness
Ár 2022, fimmtudaginn 8. september, var haldinn 30. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var opinn og haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16:03. Viðstaddir voru Kristjana Þórarinsdóttir, Ingiríður Halldórsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Guðfinna Ármannsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð sem og Ragnar Harðarson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa og þriggja til vara í íbúaráð Kjalarness. Kristjana Þórarinsdóttir var kosinn formaður íbúaráðs Kjalarness. MSS22060056
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í íbúaráð Kjalarness. Olga Þorsteinsdóttir tekur sæti í íbúaráði Kjalarness fyrir hönd foreldrafélaga. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Kjalarness. Hildur Guðbjörnsdóttir tekur sæti í íbúaráði Kjalarness fyrir hönd íbúasamtaka. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lagt fram slembival í íbúaráð Kjalarness. Guðfinna Ármannsdóttir tekur sæti í íbúaráði Kjalarness sem slembivalinn fulltrúi og Emma Íren Egilsdóttir til vara. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar 2022 um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. MSS21120181
- 16:09 tekur Þorkell Sigurlaugsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar. MSS220090031
Fylgigögn
-
Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Kjalarness. MSS22080136
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. maí 2022 við fyrirspurn fulltrúa íbúasamtaka um mælingar á þungmálmum á skotsvæðinu á Álfsnesi, sbr. 4. liður fundargerðar ráðsins frá 12. maí 2022. MSS22050061
Fylgigögn
-
Lagt fram svar íþrótta- og tómstundasviðs dags. 9. júní 2022 við fyrirspurn fulltrúa íbúasamtaka um skýrslu um framtíðarsvæði fyrir skotæfingafélög, sbr. 5. liður fundargerðar ráðsins frá 12. maí 2022. MSS22050062
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar á Kjalarnesi. MSS22020088
Samþykkt að formaður í samvinnu við ráðið leiði vinnu við að safna ábendingum og leggi fram á næsta fundi. -
Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst 2022 um umferðaröryggisaðgerðir 2022. USK22080011
-
Fram fer umræða um hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS20090034
-
Fram fer kosning varaformanns í íbúaráði Kjalarness. MSS22080251
Samþykkt að Ellen Calmon verði varaformaður ráðsins.
Fundi slitið kl. 17:45
Kristjana Þórarinsdóttir Ingiríður Halldórsdóttir
Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir
Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir