Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 30

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2022, fimmtudaginn 8. september, var haldinn 30. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var opinn og haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16:03. Viðstaddir voru Kristjana Þórarinsdóttir, Ingiríður Halldórsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Guðfinna Ármannsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð sem og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa og þriggja til vara í íbúaráð Kjalarness. Kristjana Þórarinsdóttir var kosinn formaður íbúaráðs Kjalarness. MSS22060056

  Fylgigögn

 2. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í íbúaráð Kjalarness. Olga Þorsteinsdóttir tekur sæti í íbúaráði Kjalarness fyrir hönd foreldrafélaga. MSS22080029

  Fylgigögn

 3. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Kjalarness. Hildur Guðbjörnsdóttir tekur sæti í íbúaráði Kjalarness fyrir hönd íbúasamtaka. MSS22080029

  Fylgigögn

 4. Lagt fram slembival í íbúaráð Kjalarness. Guðfinna Ármannsdóttir tekur sæti í íbúaráði Kjalarness sem slembivalinn fulltrúi og Emma Íren Egilsdóttir til vara. MSS22080029

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar 2022 um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. MSS21120181

  -    16:09 tekur Þorkell Sigurlaugsson sæti á fundinum. 

  Fylgigögn

 6. Lögð fram samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar. MSS220090031

  Fylgigögn

 7. Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Kjalarness. MSS22080136
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. maí 2022 við fyrirspurn fulltrúa íbúasamtaka um mælingar á þungmálmum á skotsvæðinu á Álfsnesi, sbr. 4. liður fundargerðar ráðsins frá 12. maí 2022. MSS22050061

  Fylgigögn

 9. Lagt fram svar íþrótta- og tómstundasviðs dags. 9. júní 2022 við fyrirspurn fulltrúa íbúasamtaka um skýrslu um framtíðarsvæði fyrir skotæfingafélög, sbr. 5. liður fundargerðar ráðsins frá 12. maí 2022. MSS22050062

  Fylgigögn

 10. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar á Kjalarnesi. MSS22020088
  Samþykkt að formaður í samvinnu við ráðið leiði vinnu við að safna ábendingum og leggi fram á næsta fundi. 

 11. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst 2022 um umferðaröryggisaðgerðir 2022. USK22080011

 12. Fram fer umræða um hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

  Fylgigögn

 13. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS20090034

 14. Fram fer kosning varaformanns í íbúaráði Kjalarness. MSS22080251
  Samþykkt að Ellen Calmon verði varaformaður ráðsins.

Fundi slitið kl. 17:45

Kristjana Þórarinsdóttir Ingiríður Halldórsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir

Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir