Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 3

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2020, fimmtudaginn 16. janúar, var haldinn 3. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var opinn, haldinn í húsnæði Klébergsskóla og hófst kl. 17.05. Fundinn sátu Sigrún Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason og Björgvin Þór Þorsteinsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. Aðrir gestir voru fjórir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á hverfisskipulagi á Kjalarnesi.

    Ævar Harðarson og Björn Ingi Edvardsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    17.09 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram svar Vegagerðarinnar dags. 6. janúar 2020 við erindi formanns íbúaráðs

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Kjalarness.

    Listi lagður fram.

    Fylgigögn

  4. Fram fara umræður um málefni hverfisins.

  5. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Pírata, Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur:

    Hvað er áætlað mikið fjármagn í framkvæmdir á Vesturlandsvegi og er því skipt niður á framkvæmdaliði?

    Vísað til Vegagerðarinnar

Fundi slitið klukkan 19:00

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1601.pdf