Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 29

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2022, fimmtudaginn 12. maí, var haldinn 29. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var opinn og haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.03. Viðstödd voru Sigrún Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Valgerður Árnadóttir Guðni Ársæll Indriðason, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram tillögur íbúaráðs Kjalarness dags. 12. maí 2022 ásamt bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. apríl 2022 um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun borgarinnar ásamt fylgiskjölum. 
    Samþykkt

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. maí 2022 vegna erindis íbúaráðs Kjalarness um lóðamál í Grundarhverfi ásamt umsögn skipulagsfulltrúa. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, fulltrúi foreldrafélaga, fulltrúi íbúasamtaka og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, fulltrúi foreldrafélaga, slembivalinn fulltrúi og fulltrúi íbúasamtaka í íbúaráði Kjalarness telja að úthluta eigi lóðunum við Búagrund 16 og Helgugrund 9 tafarlaust. Eftirspurn hefur verið eftir lóðum til uppbyggingar á Kjalarnesi í langan tíma án þess að borgin hafi brugðist við og úthlutað sínum eigin lóðum þar. Mikilvægt er að styrkja byggðina á Kjalarnesi þar sem mikil nemendafækkun hefur verið í Klébergsskóla.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa íbúasamtaka dags. 5. maí 2022:

    Framundan virðist vera mikil stækkun alifuglaeldis á Kjalarnesi. Í ljósi þess þarf að bregðast við með varanlegu loftgæðaeftirliti við Klébergsskóla strax svo meta megi mögulega mengun. Með hliðsjón af þessu er lagt til að Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur verði falið að koma á fót varanlegu loftgæðaeftirliti þegar í stað við Klébergsskóla.

    Samþykkt
    Vísað til borgarráðs. 

    Fylgigögn

  4. Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Mælingar þungmálma á skotsvæðum á Álfsnesi sem fara áttu fram á síðasta ári hafa ekki verið birtar. Íbúasamtökin óska eftir niðurstöðum mælinganna.

    Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. 

    Fylgigögn

  5. Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Þann 1 desember 2021 átti ÍTR að skila skýrslu um framtíðarsvæði fyrir skotæfingafélögin skv. tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem menningar- íþrótta- og tómstundaráð fékk til meðferðar í júní 2022. Hvar er sú skýrsla?

    Vísað til umsagnar íþrótta- og tómstundasviðs.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um tillögu fulltrúa Vinstri grænna um að fagsvið borgarinnar veiti fjármagn í úrlausn umbótaverkefna á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.

  8. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Ungmennafélag Kjalnesinga/Kjalarnesdagar 2021.
    b) Ungmennafélag Kjalnesinga/Kjalarnesdagar 2021.

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita Ungmennafélagi Kjalarness styrk að upphæð kr. 300.000,- vegna verkefnisins Kjalarnesdagar.

    Öðrum umsóknum er hafnað.

    Fylgigögn

  10. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Klébergsskóla styrk að upphæð kr. 119.000,- vegna verkefnisins Mjallhvít leiksýning. 
    Samþykkt að veita Íbúasamtökum Kjalarness styrk að upphæð kr. 131.000,- vegna verkefnisins Vöfflukaffi. 
    Samþykkt að veita Ungmennafélagi Kjalarness styrk að upphæð kr. 700.000,- vegna verkefnisins Kjalarnesdagar. 
    Samþykkt að veita Sigrúnu Önnu Ólafsdóttur styrk að upphæð kr. 180.000,- vegna verkefnisins Haustlaukar og gleði með hækkandi sól. 
    Samþykkt að veita Önnu Lyck Filbert styrk að upphæð kr. 20.000,- vegna verkefnisins Sumarblóm við Klébergslaug.
    Olga Þorsteinsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Ungmennafélags Kjalarness, Íbúasamtaka Kjalarness og Foreldrafélags Klébergsskóla.

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:40

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
29._fundargerd_ibuarads_kjalarness_fra_12._mai_2022.pdf