Íbúaráð Kjalarness
Ár 2022, fimmtudaginn 7. apríl, var haldinn 28. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.04. Viðstödd voru Sigrún Jóhannsdóttir, Ólafur Þór Zoega, Guðni Ársæll Indriðason, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Skógræktarfélagi Kjalarness.
Bjarni Sighvatsson tók sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Fram fer umræða um íbúafund borgarstjóra á Kjalarnesi.
-
Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 6. apríl 2022 um ólöglega búsetu og starfsemi í útihúsum og strætisvögnum á Skrauthólum 4 á Kjalarnesi. MSS22040099
Samþykkt að senda erindið til borgarritara, fulltrúa Reykjavíkurborgar í stýrihópi um kortlagningu á óleyfisbúsetu, til upplýsinga.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni Kjalarness.
-
Lögð fram umsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Hafnað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:10
PDF útgáfa fundargerðar
28._fundargerd_ibuarads_kjalarness_fra_7._april._2022.pdf