Íbúaráð Kjalarness
Ár 2022, fimmtudaginn 10. mars, var haldinn 27. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.00. Viðstödd var Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Rannveig Ernudóttir, Ólafur Þór Zoega, Guðni Ársæll Indriðason, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð sem og Ragnar Harðarson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði. .
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á ungmennaráði á Kjalarnesi.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Kjalarness tekur undir tillögu ungmennaráðs Kjalarness (MSS22020115), um fjölgun ferða hjá strætó, sem lögð var fram á sameiginlegum fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs. Íbúaráðið hvetur skipulags- og samgönguráð til að afgreiðslu málsins verði hraðað.
Ástheiður Inga Gígja og Sigrún Rúnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022 vegna draga á endurskoðaðri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að bréfi íbúaráðs Kjalarness dags. 10. mars til skrifstofu framkvæmda og viðhalds og Veitna vegna Orkuveituvegar/Strandstígs. MSS22030110
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi tillögu dags. 10. mars 2022:
Ráða má af umræðum og af almennum fundi Íbúasamtaka Kjalarness sem haldinn var 9. mars s.l. að mikillar óánægju gætir hjá íbúum með frammistöðu og fálæti Reykjavíkurborgar gagnvart Kjalarnesi. Í ljósi þess óskar Íbúaráð Kjalarness eftir kosningu um vilja Kjalnesinga að Kjalarnesið gangi út úr Reykjavíkurborg og færist undir annað sveitarfélag. Kosningin yrði samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum. MSS22030112
Samþykkt.
Fulltrúi Vinstri grænna og Pírata sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs. -
Fram fer umræða um málefni Kjalarness.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður.
a) Anna Filbert/Fegrun Kjalarneslaugar
b) Anna Filbert/Sumarblóm við Kjalarneslaug -
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Skógræktarfélagi Kjalarness styrk að upphæð kr. 245.000 vegna verkefnisins Sælureitur í Esjuhlíðum.
- 16:58 fulltrúar Sjálfstæðisflokks og foreldrafélaga víkja af fundi við afgreiðslu umsóknar Skógræktarfélags Kjalarness.
Fundi slitið klukkan 17:10
PDF útgáfa fundargerðar
27._fundargerd_ibuarads_kjalarness_fra_10._mars_2022.pdf