Íbúaráð Kjalarness
Ár 2022, fimmtudaginn 10. febrúar, var haldinn 26. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.00. Viðstödd var Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ólafur Þór Zoega, Guðni Ársæll Indriðason, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram að nýju svar fjármála- og áhættustýringarsviðs við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um styrk úr fjarskiptasjóði vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli Kjalarness.
Ólafur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- 16.01 tekur Valgerður Árnadóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- 16.05 tekur Ingibjörg H. Sigurþórsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að erindi íbúaráðs Kjalarness dags. 3. febrúar 2022 um lóðamál í Grundarhverfi til skipulags- og samgönguráðs. MSS22020140
Samþykkt.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Kjalarness hvetur borgarstjórn til að selja nú þegar lóðirnar Búagrund 16 og Helgugrund 9 á Kjalarnesi. Fyrrnefndar lóðir falla ekki undir friðhelgi fornleifa samkvæmt skýrslu nr. 201 frá Borgarsögusafni Reykjavíkur „Fornleifaskráning á hluta jarðarinnar Jörfa á Kjalarnesi vegna deiliskipulags“.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um staðsetningu verkefna í Hverfið mitt – Kjalarnes.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Pírata, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalin fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Lagt er til að ærslabelgur, sem kosin var í Hverfið mitt, verði staðsettur í miðju Grundarhverfis, eins og meirihluti þeirra íbúa sem tóku þátt í Facebook könnun um staðsetningu, samþykkti.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í borgarhlutanum. MSS22020033
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að fundadagatali íbúaráðs Kjalarness. MSS22020035
Samþykkt með fyrirvara um að aprílfundur ráðsins fari fram þann 7. apríl.Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R20120043
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni Kjalarness.
Fundi slitið klukkan 17:17
PDF útgáfa fundargerðar
26._fundargerd_ibuarads_kjalarness_fra_10._februar_2022.pdf