Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 26

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2022, fimmtudaginn 10. febrúar, var haldinn 26. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.00. Viðstödd var Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ólafur Þór Zoega, Guðni Ársæll Indriðason, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram að nýju svar fjármála- og áhættustýringarsviðs við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um styrk úr fjarskiptasjóði vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli Kjalarness. 

    Ólafur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    16.01 tekur Valgerður Árnadóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    -    16.05 tekur Ingibjörg H. Sigurþórsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að erindi íbúaráðs Kjalarness dags. 3. febrúar 2022 um lóðamál í Grundarhverfi til skipulags- og samgönguráðs. MSS22020140

    Samþykkt.

    Vísað til skipulags- og samgönguráðs. 

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Kjalarness hvetur borgarstjórn til að selja nú þegar lóðirnar Búagrund 16 og Helgugrund 9 á Kjalarnesi. Fyrrnefndar lóðir falla ekki undir friðhelgi fornleifa samkvæmt skýrslu nr. 201 frá Borgarsögusafni Reykjavíkur „Fornleifaskráning á hluta jarðarinnar Jörfa á Kjalarnesi vegna deiliskipulags“.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um staðsetningu verkefna í Hverfið mitt – Kjalarnes.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Pírata, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalin fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er til að ærslabelgur, sem kosin var í Hverfið mitt, verði staðsettur í miðju Grundarhverfis, eins og meirihluti þeirra íbúa sem tóku þátt í Facebook könnun um staðsetningu, samþykkti. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í borgarhlutanum. MSS22020033

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að fundadagatali íbúaráðs Kjalarness. MSS22020035

    Samþykkt með fyrirvara um að aprílfundur ráðsins fari fram þann 7. apríl.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R20120043

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.

Fundi slitið klukkan 17:17

PDF útgáfa fundargerðar
26._fundargerd_ibuarads_kjalarness_fra_10._februar_2022.pdf