Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 25

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2022, fimmtudaginn 13. janúar, var haldinn 25. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sigrún Jóhannsdóttir, Valgerður Árnadóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkhönnun verkefna í Hverfið mitt 

    Bragi Bergsson og Eiríkur Búi Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði auk Ástheiðar Inga Gígju frá ungmennaráði. 

  2. Fram fer kynning á drögum að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. 
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að gera umsögn og skila eigi síðar en 18. janúar. 

    Guðný María Jóhannsdóttir frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði auk Ástheiðar Inga Gígju frá ungmennaráði. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um öryggismyndavélar í Grundarhverfi.

    Ástheiður Inga Gígju frá ungmennaráði tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, fulltrúa Vinstri Grænna, fulltrúa íbúasamtaka, fulltrúa foreldrafélaga og slembivalins fulltrúa dags. 13. janúar 2022 um uppsetningu öryggismyndavéla á Kjalarnesi:

    Lagt er til að komið verði upp öryggismyndavélum á Kjalarnesi í samvinnu Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar í Reykjavík. Mörg nágrannasveitarfélaga okkar hafa sett upp slíkar vélar í samstarfi við lögreglu og Neyðarlínu m.a. Seltjarnarnes, Garðabær og Selfoss og uppsetning slíkra véla hefur verið samþykkt á Akranesi. Slíkar vélar yrðu settar upp í samráði við íbúa og lögreglu sem bæri ábyrgð á framkvæmdinni og upptökunum.  Þær hafa óumdeilanlega skapað fælingarmátt gegn afbrotum og skipta oft sköpum við að upplýsa afbrot og auka öryggi borgaranna á margvíslegan annan hátt. 

    Tillögunni fylgir greinargerð. 
    Samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúi Pírata greiðir atkvæði gegn tillögunni. 

    Ástheiður Inga Gígju frá ungmennaráði tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

    Ástheiður Inga Gígju frá ungmennaráði tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

  6. Lögð fram drög að bréfi íbúaráðs Kjalarness til Vegagerðarinnar um möguleika á fjölgun stoppistöðva á Vesturlandsvegi.
    Samþykkt.

    Ástheiður Inga Gígju frá ungmennaráði tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður.

    a) Öryggisbúnaður/Björgunarsveitin Kjölur.
    b) Útialtari Esjubergi/Sögufélagið Steini.

Fundi slitið klukkan 17:26

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
25._fundargerd_ibuarads_kjalarness_fra_13._januar_2022.pdf