Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 24

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, fimmtudaginn 9. desember, var haldinn 24. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 16.01. Eftirtaldir fulltrúar sátu fundinn: Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á framkvæmdum á Vesturlandsvegi.  
    Samþykkt að fela formanni og varaformanni að rita Vegagerð bréf um mögulega fjölgun stoppistöðva strætó á Kjalarnesi. 

    Anna Elín Jóhannsdóttir frá Vegagerðinni tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. nóvember 2021 um niðurstöður í Hverfið mitt.  

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 15. nóvember 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um styrk úr fjarskiptasjóði vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli Reykjavíkur, sbr. 10. liður fundargerðar ráðsins frá 9. september 2021.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021 með umsagnarbeiðni um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni Kjalarness. 
    Samþykkt að setja öryggismyndavélavöktun í Grundarhverfi á dagskrá næsta fundar eftir ábendingu íbúa. 

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. d

    Samþykkt að veita UMFK styrk að upphæð kr. 150.000.- vegna verkefnisins Fjölskyldu ratleikur. 

    Samþykkt að veita Skógræktarfélagi Kjalarness styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Áningarsælureitur í hlíðum Esju - búnaður og efniskostnaður með því skilyrði að haft verði samráð við umhverfis- og skipulagssvið um framkvæmd verkefnisins.  

    Samþykkt að veita Skógræktarfélagi Kjalarness styrk að upphæð kr. 364.000,- vegna verkefnisins Áningarsælureitur í hlíðum Esju – jarðvinna með því skilyrði að haft verði samráð við umhverfis- og skipulagssvið um framkvæmd verkefnisins.  

    Fylgigögn

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_0912.pdf