Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 23

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, fimmtudaginn 11. nóvember, var haldinn 23. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og hófst kl. 16.03. Eftirtaldir fulltrúar sátu fundinn: Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Rannveig Ernudóttir, Ólafur Zoega, Guðni Ársæll Indriðason, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á þjónustu Strætó bs. á Kjalarnesi. 

    Ragnheiður Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  2. Lagt fram svar íþrótta- og tómstundasviðs dags. 21. október 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um nýja aðstöðu skotæfingafélaga í Álfsnesi, sbr. 8. liður fundargerðar frá 14. október 2021.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi Íbúasamtaka Kjalarness ódags. vegna Aðalskipulags Reykjavíkur til 2040. 

    Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Íbúaráð Kjalarness tekur heilshugar undir innihald erindis Íbúasamtaka Kjalarness og sendir Skipulagsstofnun bréf þess efnis með hjálögðu erindi Íbúasamtaka Kjalarness. 

    Samþykkt.
    Fulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi Pírata sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um umsagnir við athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um stöðu verkefna í skýrslu starfshóps íbúaráðs Kjalarness um úrlausn umbótaverkefna á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni Kjalarness. 

Fundi slitið klukkan 16:57

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1111.pdf