Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 22

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, fimmtudaginn 14. október, var haldinn 22. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var opinn, haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.03. Eftirtaldir fulltrúar sátu fundinn: Sigrún Jóhannsdóttir, Eldey Huld Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Zoega, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir. Aðrir gestir voru tólf.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða málefni skotsvæðisins í Álfsnesi. 

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Kjalarness harmar þá fullyrðingu staðgengils borgarstjóra, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 4. okt síðastliðinn að þverpólitísk samstaða sé fyrir hendi til að tryggja skotæfingarsvæðunum áframhaldandi aðstöðu á Álfsnesi með að laga skipulag að starfseminni. Aðlögun sem er í andstöðu við vilja allra íbúa og landeigenda í nágrenni við skotæfingarsvæðin vegna viðvarandi blý- og hávaðamengunar og þ.a.l. skertra lífsgæða á svæðinu. Þetta er gert án nokkurs samtals við fyrrgreinda aðila sem hafa látið óánægju sína í ljós með kæru starfsleyfa til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem fellt hefur starfsleyfin úr gildi. Íbúaráð Kjalarness mun ekki sætta sig við eða samþykkja að starfsemi skotæfingarsvæðanna á Álfsnesi verði leyfð að nýju. Ennfremur óskar íbúaráð upplýsinga um hvort unnið hafi verið að því að finna skotæfingafélögunum nýja aðstöðu eins og bæði hefur komið fram í máli skipulagsfulltrúa og meirihlutaflokkar í borgarstjórn hafa bókað. 

  2. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. september 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um mælingar Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa íbúasamtaka:

    Lagt er til að óska eftir við umhverfis- og skipulagssvið að útfærsla á framkvæmd verkefnanna um hundagerði og Minnisvarða um brostin loforð verði í samræmi við það sem fram kemur í greinargerð þessarar tillögu. Um er að ræða verkefni sem samþykkt voru í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt á Kjalarnesi en hafa ekki verið framkvæmd.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.
    Fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um tillögu fulltrúa Vinstri grænna í íbúaráði Kjalarness um að fagsvið Reykjavíkurborgar veiti fjármagn í úrlausn umbótaverkefna á Kjalarnesi. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um stöðu framkvæmdra verkefna fyrri ára í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.

  7. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að fulltrúi Kjalarness í ungmennaráði Reykjavíkur hafi seturétt á fundum ráðsins sem áheyrnarfulltrúi með tillögurétt. 

    Samþykkt að vísa til meðferðar stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. 

    Fylgigögn

  8. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð Kjalarness óskar upplýsinga um hvort unnið hafi verið að því að finna skotæfingafélögunum í Álfsnesi nýja aðstöðu og ef svo er, er óskað upplýsinga um þá vinnu? 

    Vísað til íþrótta- og tómstundasviðs.

Fundi slitið klukkan 17:44

Marta Guðjónsdóttir Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1410.pdf