Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 21

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, fimmtudaginn 9. september, var haldinn 21. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - borgarráði með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Eftirtaldir fulltrúar sátu fundinn: Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Valgerður Árnadóttir, Ólafur Zoega, Guðni Ársæll Indriðason, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Ungmennafélags Kjalarness

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 1. september 2021 um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. 
    Samþykkt.
    Fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 1. september um tillögur stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. 
    Samþykkt. 
    Fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um verkefni í Hverfið mitt frá 2019 – Hundagerði og Minnisvarði um brostin loforð. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um erindi íbúa á Kjalarnesi dags. dags. 8. október 202 um ljósleiðaramál á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.

  7. Fram fer umræða um Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 2. september 2021 um kosningar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt sem hefjast 30. september.

    Fylgigögn

  9. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Íbúaráð Kjalarness óskar eftir að fá upplýsingar um mælingar á þungmálmum frá Skotfélagi Reykjavíkur vegna starfsemi þeirra á Álfsnesi. Kvaðir voru í starfsleyfi félagsins um að þessum mælingum væri skilað inn innan 6 mánaða frá því að starfsleyfið var gefið út. Nú er sá tími liðinn og því óskar íbúaráðið eftir að fá þessi gögn.

    Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

  10. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hefur fjarskiptasjóður greitt borginni þann styrk sem ætlaður var sem hluti af fjármögnun á ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Reykjavík? Vísað er til styrksins í erindi íbúa á Kjalarnesi um ljósleiðaramál (R20100107). Þar kemur einnig fram að tilboð Mílu vegna verkefnisins hafi verið mun lægra en upphafleg kostnaðaráætlun. 

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs. 

Fundi slitið klukkan 16:57

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_0909.pdf