Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 20

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, fimmtudaginn 12. ágúst, var haldinn 20. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar sátu fundinn: Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Guðni Ársæll Indriðason, Rannveig Ernudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. júní 2021 vegna kosningar í íbúaráð Kjalarness. Á fundi borgarstjórnar þann 15. júní 2021 var samþykkt að Valgerður Árnadóttir tæki sæti í íbúaráði Kjalarness í stað Rannveigar Ernudóttur. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs  dags. 16. júní 2021 vegna auglýsingar tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 7. júlí 2021 vegna draga að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

    Samþykkt að formaður óski eftir frekari kynningu á málinu og leiði í kjölfarið vinnu við gerð umsagnar og skili fyrir tilskilinn frest þann 23. ágúst. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021 vegna tillagna stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. 

    Samþykkt að formaður óski eftir frekari kynningu á málinu og leiði í kjölfarið vinnu við gerð umsagnar og skili fyrir tilskilinn frest þann 1. september. 

    Fylgigögn

  6.     Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Kjalarness haustið 2021. 

    Samþykkt að kanna nánar hvort vilji sé fyrir því að ráðið fundi kl. 16 í stað kl. 17.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.

Fundi slitið klukkan 17:34

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1208.pdf