Íbúaráð Kjalarness
Ár 2021, fimmtudaginn 12. ágúst, var haldinn 20. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar sátu fundinn: Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Guðni Ársæll Indriðason, Rannveig Ernudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. júní 2021 vegna kosningar í íbúaráð Kjalarness. Á fundi borgarstjórnar þann 15. júní 2021 var samþykkt að Valgerður Árnadóttir tæki sæti í íbúaráði Kjalarness í stað Rannveigar Ernudóttur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. júní 2021 vegna auglýsingar tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 7. júlí 2021 vegna draga að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að formaður óski eftir frekari kynningu á málinu og leiði í kjölfarið vinnu við gerð umsagnar og skili fyrir tilskilinn frest þann 23. ágúst.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021 vegna tillagna stýrihóps um innleiðingu íbúaráða.
Samþykkt að formaður óski eftir frekari kynningu á málinu og leiði í kjölfarið vinnu við gerð umsagnar og skili fyrir tilskilinn frest þann 1. september.Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Kjalarness haustið 2021.
Samþykkt að kanna nánar hvort vilji sé fyrir því að ráðið fundi kl. 16 í stað kl. 17.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni Kjalarness.
Fundi slitið klukkan 17:34
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1208.pdf