Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 2

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2019, fimmtudaginn 12. desember, var haldinn 2. fundur Íbúaráð Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst klukkan 17:01. Viðstödd voru Sigrún Jóhannsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Björgvinn Þór Þorsteinsson, Ólafur Þór Zoega. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Heimir Snær Guðmundsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkefninu Hverfið mitt og samþykktum tillögum á Kjalarnesi.

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    17.21 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum.

  2. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins. 

    Drög að lista lögð fram.

  3. Lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagssviði dags. 21 nóvember 2019 um auglýsingu vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Mógilsár á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf Íbúasamtaka Kjalarness dags. 4.desember 2019 þar sem óskað er upplýsinga um lóðaframboð á Kjalarnesi. 

    Samþykkt að óska eftir svörum við erindinu frá skrifstofu borgarstjóra.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Íbúasamtaka Kjalarness, dags. 4. desember 2019 er varðar skipulagsmál. 

    Að nýtt hverfisskipulag nái til Kjalarnessins alls frá Kiðafellsá til marka austan Skálafells. Lögð verði eins og áður áhersla á að á Kjalarnesi verði vistvæn byggð og byggðakjarninn í Grundahverfi verði af þeirri stærð að hann teljist sjálfbær um alla nauðsynlegustu þjónustu og verðug þess að tengjast m.a. borgarlínu. Til undirbúnings nýju hverfisskipulagi verði þegar í upphafi árs 2020 hafin vinna við að ljúka ofanflóðahættumati fyrir Esjurætur og Kistufell og skilgreina helgunarsvæði 2x2 þjóðvegar ásamt leiðum til að takast á við hljóðmengun frá veginum. Með þessu kemur í ljós nýtanlegt land fyrir íbúabyggð milli fjalls og vegar sem er lykillinn að frekari þróun á því svæði. 

    Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi íbúa á Kjalarnesi ásamt fylgiskjali dags. 5. desember 2019 er varðar mengun tengda skotsvæði á Álfsnesi. 

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í ljósi þess að íbúar og landeigendur hafa kvartað á annan áratug vegna skotsæfingavæðanna við Kollafjörð ályktar íbúaráð Kjalarness þess efnis að farið verði í það hið bráðasta að leysa úr þessum ágreiningi. Æfingasvæðunum verði fundinn nýr staður þar sem sátt ríki um þessa starfsemi. Jafnframt verði gerð fagleg úttekt á blý- og hávaðamengun vegna starfseminnar.

    Vísað til umhverfis- og heilbrigðisráð og skipulags- og samgönguráðs.

  7. Fram fara umræður um málefni hverfisins.

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita verkefninu Útialtari Esjuberg, varanleg skilti, styrk að upphæð kr. 200.00,- 
    Samþykkt að veita UMFK styrkt að upphæð kr. 416.000,- vegna verkefnisins Samheldni á Kjalarnesi og bætt umhverfi. 
    Samþykkt að veita Íbúasamtökum Kjalarness rekstrarstyrk að upphæð kr. 100.000,-. 

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Guðni Ársæll Indriðason víkur sæti á fundinum undir þessum lið. 
    Björgvin Þór Þorsteinsson víkur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í forvarnarsjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.  

    Umsókn hafnað

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:37

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1212.pdf